Fótbolti

Klose verður 36 ára á HM 2014

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Klose á bekknum í kvöld.
Klose á bekknum í kvöld. AFP
MIroslav Klose sat á bekknum í allt kvöld þegar Þjóðverjar tryggðu sér þriðja sætið á HM. Hann náði því ekki að jafna markamet Ronaldo í kvöld. Klose er kominn með fjórtán mörk á HM og þurfti aðeins eitt mark til að jafna Ronaldo. Bakmeiðsli komu í veg fyrir að hann spilaði í kvöld. Klose verður 36 ára gamall þegar HM verður haldið í Brasilíu árið 2014. Það verður því að teljast ólíklegt að Klose spili á því móti, en þó skal enginn útiloka markahrók stórmótanna. Markahæstir í sögu HM: Ronaldo - 15 Miroslav Klose - 14 Gerd Muller - 14 Just Fontaine - 13 Pele - 12



Fleiri fréttir

Sjá meira


×