Enski boltinn

Webb besti dómari sem England hefur átt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Webb dæmir úrslitaleikinn í kvöld.
Webb dæmir úrslitaleikinn í kvöld.

Þó Englendingar hafi ekki náð að uppfylla þann draum að komast í úrslitaleik HM í ár eiga þeir þó sína fulltrúa þar. Enskt dómaratríó með Howard Webb í fararbroddi sér um að dæma leikinn.

„Webb er besti dómari sem England hefur átt," segir Jack Taylor, síðasti enski dómarinn sem dæmdi úrslitaleik á HM. Taylor var með flautuna á úrslitaleiknum 1974.

„Hann er tilbúinn í þetta verkefni. Hann er í frábæru formi og hvernig hann höndlar samskipti sín við leikmenn á vellinum er frábært. Þegar hann byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni sagði ég að þarna værum við komnir með mann sem gæti farið alla leið," segir Taylor.

Webb er 38 ára og hefur átt frábært ár en hann dæmdi einnig úrslitaleik Meistaradeildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×