Enski boltinn

Etherington skrifar undir hjá Stoke

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Matthew Etherington hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Stoke. Það verður því ekkert að því að hann færi sig upp á skaftið og fari í stærra félag í deildinni.

Ethrington var besti leikmaður Stoke á síðasta tímabili þrátt fyrir að spila aðeins með liðinu frá því í janúar.

Hann gekk þá í raðir Stoke frá West Ham.

"Þetta eru stórkostlegar fréttir. Örvfættir kantmenn eru gulls í gildi," sagði Tony Pulis, stjóri Stoke.

Hann var orðaður við félög sem eru líkleg til að vera í efri hluta deildarinnar en hann ákvað að vera áfram hjá Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×