Fótbolti

Þjálfari Gana: Hendin frá Suarez er hendi djöfulsins en ekki Guðs

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hendi.
Hendi. AFP
Miolvan Rajevac er enn brjálaður yfir hendinni sem Luis Suarez fékk dæmda á sig í leik Gana og Úrúgvæ. Gana klúðraði vítinu og Úrúgvæ komst svo áfram en þjálfarinn kallar hendina "hendi djöfulsins."

Hendi Guðs er eign Maradona og er löngu þekkt. Suarez reyndi þó að stela nafninu eftir að hafa varið á línunni.

"Sumir segja að Suarez sé hetja og núna gengur hann stoltur um," sagði Rajevac.

"Í alvöru, reynið að átta ykkur á þessu. Hann er ekki hetja, hann er svindlari. Hvaða hendi Guðs? Þetta var hendi djöfulsins," sagði þjálfarinn reiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×