Fótbolti

Baggio snýr aftur til að hjálpa ítalska landsliðinu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Roberto Baggio.
Roberto Baggio. AFP
Roberto Baggio mun koma að því að endurreisa ítalska landsliðið í knattspyrnu. Hann hefur verið ráðinn yfirmaður tæknideildar sambandsins sem snýr að þróun leikmanna.

Baggio er orðinn 43 ára og mun ganga frá samningi þess efnis í næstu viku.

"Roberto ákvað að bjóða sig fram, þetta er frábært skref fyrir hann og endurkoma í knattspyrnuna," sagði umboðsmaður Baggio.

Hann skoraði 27 mörk í 56 landsleikjum og er eini Ítalinn sem hefur skorað í þremur lokakeppnum HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×