Fótbolti

Bommel: Þurfum okkar besta leik í tvö ár til að vinna Spánverja

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
van Bommel í undanúrslitunum gegn Úrúgvæ.
van Bommel í undanúrslitunum gegn Úrúgvæ. AFP
Holland þarf að spila sinn besta leik í tvö ár til að vinna Spánverja í úrslitaleiknum á morgun. Þetta er mat Mark van Bommel, miðjumann Hollands. "Spánn lék frábærlega gegn Þjóðverjum og þetta verður svakalegur leikur. Við þurfum að loka á miðjuna þeirra og passa skapandi leikmennina fram á við. Xavi og Iniesta hafa ótrúlega hæfileika, þeir eru bestu leikmenn heims í sinni stöðu," sagði van Bommel. "En við erum klárir í slaginn. Við þurfum að spila okkar besta leik síðustu tvö árin ef við ætlum að vinna leikinn. En ef við vinnum höfum við verðskuldað það, það getur enginn neitað því," sagði miðjumaðurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×