Fótbolti

Úrúgvæ ætlar að sigrast á kolkrabbanum Paul

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Þýskaland vinnur, segir þýski kolkrabbinn.
Þýskaland vinnur, segir þýski kolkrabbinn. AFP
Úrúgvæjar eru staðráðnir i því að aflétta álögum kolkrabbans Paul. Hinn sannspái kolkrabbi veðjaði á Þjóðverja fyrir leikinn um þriðja sætið í gær og hefur giskað rétt á alla leiki Þjóðverja á HM til þessa. "Þetta snýst ekki bara um að vinna Þjóðverja, þetta snýst um að vinna kolkrabbann," sagði þjálfarinn Oscar Tabarez léttur. Tabarez sagði að Diego Forlán myndi byrja leikinn ásamt Luis Suarez sem er búinn að taka út eins leiks bannið sem hann fékk. Forlán getur með því að skora tvö mörk komist upp fyrir David Villa og Miroslav Klose yfir markahæstu menn keppninnar auk þess sem hann keppnir um nafnbótina besti leikmaður HM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×