Fótbolti

Blatter vill ekki mörk fyrir að verja á línu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Suarez ver með hendi á línunni.
Suarez ver með hendi á línunni. AFP
Sepp Blatter, forseta FIFA, hugnast ekki að lið fái mörk ef andstæðingur þess ver viljandi á marklínunni með hendi. Þessi hugmynd kom fram eftir hendina hjá Luis Suarez gegn Gana. Blatter greindi þó frá því að á fundi sínum í október mun stjórnin ræða marklínutækni og hvort kynna ætti hana til leiks. Margir hafa kallað eftir henni en eins og með svo margt annað eru mjög skiptar skoðanir um tæknina. Blatter sagði sjálfur á HM að skoða ætti það hvort marklínutækni væri ekki nauðsynleg. En að gefa mark ef útileikmaður ver á línu er ekki góð hugmynd að mati Blatter, það myndi bara skapa meiri vandamál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×