Fótbolti

Skora Villa eða Sneijder í kvöld og tryggja sér gullskóinn?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
David Villa.
David Villa. AFP
Fjórir leikmenn hafa skorað fimm mörk á HM og tveir þeirra berjast um markakóngstitilinn í kvöld. Ef hvorki Wesley Sneijder eða David Villa skora verður Thomas Müller markakóngur. Sneijder og Villa hafa skorað fimm líkt og Diego Forlán og Müller. Þjóðverjinn Müller hefur aftur á móti sent flestar stoðsendingar, þrjár talsins og er því efstur á listanum. Hann fær því titilinn ef hvorki Villa né Sneijder skora í kvöld. Svona margir leikmenn hafa ekki skorað fimm mörk eða fleiri síðan á HM 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×