Fótbolti

Xavi skapað 25 færi á HM - Punktar um úrslitaleikinn

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Xavi er meistari sendinganna og skapar flest færi á HM.
Xavi er meistari sendinganna og skapar flest færi á HM. AFP
Úrslitaleikurinn á HM fer fram í kvöld og af nægu er að taka í umfjöllun fyrir leikinn. Strákarnir hjá Infostrata tóku saman nokkra skemmtilega punkta um úrslitaleikinn í kvöld.

Úrslitaleikurinn í kvöld er sá fyrsti þar sem ýmist Brasilía, Argentína, Þýskaland eða Ítalía taka ekki þátt.

Ef Spánn vinnur verður liðið fyrsta Evrópuþjóðin til að verða heimsmeistari eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum á mótinu.

Ef Holland vinnur verður það annað liðið í sögunni (á eftir Brasilíu 1970) sem vinnur alla leiki á mótinu.

Ef Holland verður heimsmeistari er Nýja-Sjáland eina þjóðin sem fer í gegnum HM án þess að tapa.

Spánn hefur sent 3387 sendingar sem heppnast á mótinu, flestar á mótinu.

Wesley Sneijder hefur skorað í sjö af átta síðustu landsleikjum sínum.

Sergio Ramos hefur brotið oftast af sér af þeim mönnum sem spila úrslitaleikinn, fimmtán sinnum.

Mark van Bommel er sá leikmaður sem brotist hefur verið oftast á af þeim sem spila úrslitaleikinn, tuttugu sinnum.

Xavi hefur skapað 25 færi á mótinu, átta fleiri en næsti leikmaður.

Spánverjar hafa sent 617 sendingar að meðaltali í leik á HM sem er það besta í sögunni á eftir Kólumbía frá 1994, 653 sendingar.

Howard Webb hefur dæmt færri brot á hvert spjald sem hann hefur sýnt á mótinu en nokkur annar dómari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×