Fótbolti

Kuyt: Dómarinn var hliðhollur þeim

Elvar Geir Magnússon skrifar
Dirk Kuyt.
Dirk Kuyt.

„Við erum reiðir því við vorum svo nálægt þessu," sagði Dirk Kuyt, leikmaður Hollands, eftir tapið í úrslitaleiknum gegn Spáni í kvöld.

Hann var ekki sáttur við frammistöðu enska dómarans Howard Webb sem rak John Heitinga af velli í framlengingunni og gaf Hollendingum ekki hornspyrnu sem þeir áttu að fá rétt áður en eina mark leiksins kom.

„Mér fannst dómarinn vera meira á þeirra bandi en okkar. Hans mistök kostuðu okkur titilinn."

Bert van Marwijk, þjálfari Hollands, sagði að betra liðið hafi unnið. „Það er erfitt að kyngja þessu enda nýbúinn að tapa úrslitaleik á heimsmeistaramóti. Spánn átti þetta skilið. Besta liðið vann mótið," sagði Marwijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×