Enski boltinn

Van Persie: Wenger hefur ofurtrú á mér

Elvar Geir Magnússon skrifar
Van Persie í baráttunni.
Van Persie í baráttunni.

Robin van Persie, leikmaður Hollands, notaði tækifærið í viðtali fyrir úrslitaleikinn til að þakka Arsene Wenger, knattspyrnustjóra sínum hjá Arsenal.

„Hann hefur sýnt mér ótrúlegan stuðning og alltaf haft trú á mér þrátt fyrir erfið meiðsli. Þegar ég byrjaði aftur að æfa í vor eftir meiðslin sagði hann við mig að brátt færi fólk að tala um mig í sömu andrá og Leo Messi," sagði Persie.

„Ég er viss um að ég væri talinn í sama flokki og Messi, Ronaldo og Rooney ef ég væri ekki svona óheppinn með meiðsli. Ég dreymi um að eiga tímabil þar sem ég skora 30 mörk og legg upp 20. Wenger veit að ég get látið þann draum rætast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×