Fleiri fréttir

Alexandra skoraði tvö í stór­sigri

Alexandra Jóhannsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Guðný Árnadóttir voru allar í sigurliðum í Serie A, úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Ítalíu, í dag. Það sem meira er, Alexandra skoraði tvö mörk í 4-0 stórsigri Fiorentina.

Þægi­legt hjá Bayern

Glódís Perla Viggósdóttir lék að venju allan leikinn í hjarta varnar Bayern München þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 2-0 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

ÍBV með dramatískan sigur í Prag

ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra.

Neymar gæti lagt lands­liðs­skóna á hilluna

Eftir súrt tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta sagði brasilíska stórstjarnan Neymar að landsliðsskórnir gætu verið á leið upp í hillu.

„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.

Sterkustu skák­menn landsins mætast á Sel­fossi

Hlaðvarpsþátturinn Chess After Dark stóð fyrir Íslandsmótinu í atskák sem fór fram í dag á Selfossi. Sterkustu skákmenn landsins mættust en alls voru fjórir stórmeistarar skráðir til leiks. 

Messi lét Van Gaal heyra það og segir Mara­dona fylgjast með frá himnum

Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal.

Blaða­maður sem mót­mælti regn­boga­reglum á HM er látinn

Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 

„Ætla ekki að koma með söluræðu“

Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins.

Neymar jafnaði opinbert markamet Pelé

Neymar jafnaði í dag opinbert markamet goðsagnarinnar Pelé fyrir brasilíska landsliðið í knattspyrnu. Neymar skoraði mark Brasilíu er liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu gegn Króatíu eftir vítaspyrnukeppni.

Umfjöllun, viðtal og myndir: Afturelding - Valur 30-30 | Meistararnir björguðu stigi

Í kvöld mættust Afturelding og Valur að Varmá í Mosfellsbæ í síðasta leik beggja liða á árinu 2022 í Olís-deild karla. Lauk leiknum með jafntefli í háspennu leik, lokatölur 30-30. Valur jók þar með forystu sína á toppi deildarinnar í fimm stig. Afturelding situr enn í þriðja sæti Olís-deildarinnar, einu stigi á eftir FH.

Karólína Lea farin að æfa á ný

Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir virðist loksins vera að ná sér af löngum meiðslum og er farin að æfa með félagsliði sínu, þýska stórveldinu Bayern München, á nýjan leik.

Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni

Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

„Lætur öllum líða vel í kringum sig“

Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.

Haukur aftur með slitið krossband

Haukur Þrastarson er með slitið krossband í hné og verður frá keppni út tímabilið. Þetta kom í ljós í myndatöku.

Van Gaal kokhraustur: „Ekki erfitt að stöðva Messi“

Það vantar sjaldan gorgeirinn í Louis van Gaal, þjálfara hollenska fótboltalandsliðsins. Fyrir leikinn gegn Argentínu sagði hann að það væri lítið mál að finna lausnir við Lionel Messi, einum besta fótboltamanni allra tíma.

Sjá næstu 50 fréttir