Körfubolti

Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brittney Griner í fangelsinu í Moskvu.
Brittney Griner í fangelsinu í Moskvu. AP/Alexander Zemlianichenko

Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi.

Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um að skipta á körfuboltakonunni og vopnasalanum alræmda Viktor Bout.

Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi eftir að hún var handtekin á flugvelli í Moskvu í febrúar með lítið magn af hassolíu í farangri sínum sem hún notaði í rafrettu sína.

Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum.

Rússar dæmdu Griner og hún var sögð komin í alræmda fanganýlendu í síðasta mánuði.

Bandarísk stjórnvöld unnu markvisst af því að fá Griner lausa en mál hennar blandaðist inn í málefni tengdum innrás Rússa í Úkraínu.

Joe Biden forseti sagði frá því í gær að Griner væri laus og á leiðinni til Bandaríkjanna.

Griner lenti í morgun á San Antonio-Lackland og hér fyrir neðan má myndir af henni á bandarískri grundu á nýjan leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×