Sport

Einar Bollason og fíflaskapur sem hræddi marga í Lokasókninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Najee Harris átti tilþrif vikunnar.
Najee Harris átti tilþrif vikunnar. Getty/Rich von Biberstein

Lokasóknin fer yfir gang mála í NFL-deildinni í hverri viku og ræða meðal annars hverjir hafi átt góða og slæma viku.

Áður en kom að bestu tilþrifum þrettándu helgar tímabilsins þá fóru þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson yfir tvo hluti.

Fyrst ræddu þeir leik Baltimore Ravens og Denver Broncos en hestaliðin í NFL buðu þar líklega upp á lélegustu hestaferð sögunnar.

Baltimore skoraði eina snertimark leiksins þrátt fyrir að missa leikstjórnandann sinn Lamar Jackson meiddan af velli. Denver skoraði aðeins vallarmörk í leiknum.

Strákarnir voru á því að Einar Bollason myndi aldrei bjóða upp á svona skelfilega hestaferð.

Þeir ræddu líka þegar netverjar fóru að óttast um örlög leikstjórndanans Drew Brees en þar var á ferðinni fíflaskapur sem hræddi marga.

Það leit út fyrir að Brees hefði fengið í sig eldingu og stórslasast en eftir að hafa platað marga fjölmiðlamenn og reytt marga aðra til reiði þá kom sannleikurinn í ljós.

Að lokum völdu strákarnir bestu tilþrif vikunnar.

Klippa: Lokasóknin: Hestarferðin og örlög Drew Brees
NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.