Sport

Dagskráin í dag: Tvíhöfði á Selfossi, Einherjar fá heimsókn frá Rúmeníu, körfubolti og golf

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selfyssingar taka á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag.
Selfyssingar taka á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á sjö beinar útsendingar úr hinum ýmsu íþróttum á þessum fína laugardegi og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við hefjum leik úti á golfvelli þar sem sýnt verður frá Alfred Dunhill Championship á Evrópumótaröðinni frá klukkan 10:00 á Stöð 2 Sport 2. QBE Shootout á PGA-mótaröðinni tekur svo við golfkeflinu klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 4.

Þá verða tveir leikir á dagskrá í Olís-deildunum í handbolta. Selfyssingar taka á móti Haukum í Olís-deild kvenna klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport og klukkan 17:50 tekur karlalið Selfoss á móti Fram á Stöð 2 Sport 5.

Amerískur fótbolti er ekki aðeins leikinn í Ameríku því klukkan 18:45 taka Einherjar á móti rúmenska liðinu Bucharest Rebels í beinni útendingu á Stöð 2 Sport.

Að lokum verða tveir körfuboltaleikir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Juventud Badalona tekur á móti Lenovo Tenerife í spænsku ACB-deildinni klukkan 19:35 á Stöð 2 Sport 3 og klukkan 22:00 er komið að viðureign Miami Heat og San Antonio Spurs í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×