Körfubolti

„Lætur öllum líða vel í kringum sig“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Vals og Grindavíkur í vikunni.
Hildur Björg Kjartansdóttir í leik Vals og Grindavíkur í vikunni. Vísir/Vilhelm

Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna.

„Pálína, þú ert leiðtogasérfræðingur þáttarins og hefur alltaf verið. Ólafur (Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals) segir að þau séu að fá tvo leiðtoga inn í hópinn í Emblu og Hildi. Við höfum oft talað um það á þessum vettvangi að Valsliðið hafi vantað leiðtoga eftir að Helena datt úr úr hónum,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds.

Auka Hildar samdi Embla Kristínardóttir, fyrrum lansliðskona, einnig við Valsliðið.

„Nú eru þær komnar með tvær. Sérðu eitthvað breytast í titilmöguleikum Vals með komu Hildar Bjargar út frá leiðtogasjónarmiði,“ spurði Hörður.

„Já og ég held að við höfum séð vott af því í gær. Það var algjörlega í þriðja leikhluta þegar við heyrðum það vel í útsendingunni þegar Hildur byrjaði að tala í vörninni. Hún bindur svo mikið saman vörnina,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi.

„Þetta lið er stútfullt af hæfileikum í sóknarleiknum og þurfa ekkert að hafa fyrir sóknarleiknum þannig. Þær eru bara það góðar í körfubolta. Hildur er búin að koma þvílíkt flott inn í þetta og hún lætur öllum líða vel í kringum sig,“ sagði Pálína.

„Það er bara þannig með stóra karaktera þegar þeir eru miklir leiðtogar. Hún þarf ekki alltaf að vera inn á vellinum bara að vera í liðinu. Liðið vinnur með átján stigum þegar Hildur er inn á og hún spilar þrjátíu mínútur,“ sagði Pálína.

„Núna er tímapunkturinn hjá Valskonum að koma sér í bílstjórasætið og koma sér nær toppnum til að undirbúa sig fyrir úrslitakeppnina. Þær eru á svona flugi eins og þær séu að fara eitthvað,“ sagði Pálína.

Klippa: Subway Körfuboltakvöld ræddi endurkomu HildarFleiri fréttir

Sjá meira


×