Handbolti

„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni.
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni. Vísir/Hulda Margrét

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.

„Ég var ekki nógu sáttur við varnarleikinn stærstan hluta leiksins. Við vorum í brasi þar og að tapa alltof mikið stöðunni maður á móti manni og þar af leiðandi fengum við lítið að hraðaupphlaupum og markvarslan ekki nægilega góð.“

„Vorum komin í slæma stöðu, níu mörkum undir, en náum að klóra í bakkann og koma þessu niður í fimm. Erum pínu á lífi fyrir leikinn á morgun.“

„Það sem við þurfum að gera, við setjumst yfir þetta núna. Við erum með 11 tapað bolta í fyrri hálfleik sem er allt, alltof mikið. Við erum að kasta boltanum illa frá okkur, sendingarnar ekki nægilega góðar. Erum of nálægt, höldum ekki fjarlægð þannig við erum alltaf undir pressu þegar við erum að gefa boltann.“ 

„Þurfum að laga þetta aðeins og fínpússa sóknarleikinn, ég held að það komi. Þurfum að ná beittari varnarleik upp á móti þeim, þær eru sterkar ein á ein.“

„Þetta er feykilega gott og vel mannað lið. Spila mjög hraðan og góðan handbolta, með góðan heimavöll en við mætum á morgun og gefum allt í þetta og sjáum hvert það leiðir okkur,“ sagði Ágúst að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×