Moshii lykillinn að fyrsta sigri TEN5ION á tímabilinu

Snorri Rafn Hallsson skrifar
moshii

Nuke varð fyrir valinu hjá TEN5ION og Fylki og hafði Fylkir betur í hnífalotunni. TEN5ION sótti því í fyrri hálfleik og sótti vel. Strax frá upphafi hafði liðið tökin á leiknum og átti Tight stóran þátt í því að TEN5ION komst í 3–0. Fylkir minnkaði muninn þegar liðið gat vopnast í fjórðu lotu en upp frá því var fátt gott að frétta hjá Fylki.

CaPPing! var einkar hittinn en Moshii átti virkilega góðan leik eftir að hann tók við vappanum og gerði hann Fylki afar erfitt fyrir að verjast með taktískum fellum sem opnuðu kortið fyrir TEN5ION. TEN5ION hélt ró sinni þegar loturnar fóru að raðast inn. Þannig sigldi TEN5ION fram úr veiklulegu liði Fylkis og höfðu 9 lotu forskot þegar liðin skiptu um hlið þó Fylkir klóraði örlítið í bakkann undir lokin.

Staðan í hálfleik: TEN5ION 12 – 3 Fylkir

TEN5ION tók fyrstu tvær loturnar í vörninni en þá var komið að Fylki að stilla upp í góðan sóknarleik. Himinn og haf var á milli varnar- og sóknarleiks Fylkis og í stöðunni 14–5 tók liðið loks við sér. Eiki47 tryggði Fylki fyrsta stigið í síðari hálfleik í 18. lotu og því fylgdi liðið eftir með sex lotum í viðbót. Sprengjusvæði A var sérstaklega útsett fyrir sóknum Fylkis sem TEN5ION átti fá svör við. 9 stiga forskot var því orðinn að einungis 4 þegar TEN5ION steig loks á bremsuna.  Moshii hafði lagt sitt af mörkum í gegnum leikinn en Hugo átti heiðurinn að því að sigla sigrinum heim með fjórfaldri fellu í 25. lotu og tvöfaldri á síðustu stundu í þeirri 26. 

Lokastaðan: TEN5ION 16 – 10 Fylkir

Þetta var fyrsti sigur TEN5ION á tímabilinu sem enn situr á botninum, en nú aðeins 2 stigum á eftir Fylki.

Næstu leikir liðanna:

  • Þór – Fylkir, þriðjudaginn 3/1, klukkan 19:30
  • LAVA – TEN5ION, fimmtudaginn 5/1, klukkan 19:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

RavlE lipur á rifflinum

Atlantic Esports lék sinn fyrsta leik undir nýju nafni í Ljósleiðaradeildinni þegar liðið mætti Fylki. Áður hét Atlantic NÚ.

WZRD göldróttur í Ancient

Ljósleiðaradeildin í CS:GO er snúin aftur eftir hlé og hleyptu SAGA og TEN5ION 10. umferðinni af stað í gærkvöldi.

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.