Handbolti

Vals­konur í brekku eftir fyrri leikinn gegn Elche

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mariam Eradze skoraði fimm mörk í liði Vals í dag. 
Mariam Eradze skoraði fimm mörk í liði Vals í dag.  VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Valur, topplið Olís deildar kvenna í handbolta, mátti þola fimm marka tap gegn spænska liðinu Elche í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 30-25.

Báðir leikirnir í einvíginu fara fram á heimavelli Elche á Spáni. Það má því segja að Valsliðið eigi á brattann að sækja á morgun en liðið þarf að vinna upp sex marka forystu heimaliðsins til að komast áfram.

Elche hóf leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins. Valur jafnaði í 3-3 en eftir það tók Elche öll völd á vellinum. Munurinn var í kringum 3-4 mörk þangað til heimaliðið skoraði tvö mörk í röð undir lok fyrri hálfleiks og fór með sex marka forystu inn í leikhléið.

Þann mun náði Valur í raun aldrei að vinna upp og fór það svo að Elche vann fimm marka sigur, lokatölur 30-25.

Mariam Eradze og Þórey Anna Ásgeirsdóttir voru markahæstar í liði Vals með fimm mörk. Elín Rósa Magnúsdóttir kom þar á eftir með fjögur úr aðeins fjórum skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×