Fleiri fréttir

„HM snýst ekki um bjór og brennivín“

„Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag.

Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“

Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi.

„Fyrir mér er þetta löngu búið“

Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti.

Þrenn verðlaun Valgarðs í Finnlandi

Valgarð Reinhardsson nældi í tvenn silfurverðlaun á Norður Evrópumótinu í Finnlandi sem lauk í dag. Auk þess vann íslenska liðið bronsverðlaun í liðakeppninni í gær.

Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro unnu 104-72 sigur á liði Happy Casa Brindisi í ítölsku Serie A í körfuknattleik í dag. Jón Axel skoraði tíu stig í leiknum en Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir

Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt

Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu.

Viggó öflugur þegar Leipzig vann þriðja leikinn í röð

Viggó Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Leipzig þegar liðið lagði Stuttgart 33-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð síðan Rúnar Sigtryggsson tók við þjálfun liðsins.

West Ham með sigurmark undir lokin gegn botnliðinu

Dagný Brynjarsdóttir og samherjar hennar í West Ham tryggðu sér þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni þegar þær lögðu botnlið Leicester í dag. Sigurmark West Ham kom undir lok leiksins.

Lygileg frumraun Dwight Howard í Taívan

Tröllvaxni körfuboltamaðurinn Dwight Howard færði sig um set á dögunum og yfirgaf NBA deildina til þess að ganga í raðir Taoyuan Leopards sem leikur í Taívan.

U19 beið lægri hlut fyrir firnasterku liði Frakka

Íslenska unglingalandsliðið í fótbolta, skipað leikmönnum 19 ára og yngri á ágætis möguleika á að komast áfram úr undanriðli fyrir EM 2023, þrátt fyrir tap gegn Frökkum í gær.

BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik

Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub.

Benzema: Er að hugsa um liðið

Besti fótboltamaður heims þurfti að draga sig úr franska landsliðshópnum í gær, einum degi áður en herlegheitin á HM í fótbolta hefjast.

Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mann­réttinda­brot, í­þrótta­þvottur og spilling

Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss.

Benzema ekki með á HM

HM í fótbolta hefst á morgun í Katar með opnunarleik gestgjafanna í Katar og Ekvador. Handhafi Gullboltans 2022 mun ekki taka þátt í mótinu vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu í Katar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir