Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 91-88 | Blikar áfram rjúkandi heitir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2022 22:05 Everage Richardson skoraði 23 stig. Vísir/Vilhelm Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla. Í síðasta heimaleik sínum vann Breiðablik öruggan sigur á Keflavík. Þessi leikur var allt öðruvísi. Blikar hittu skelfilega fyrir utan (21 prósent) en sýndu á sér nýjar hliðar og spiluðu mjög góða vörn í seinni hálfleik. Þar skoruðu Njarðvíkingar aðeins 37 stig. Jeremy Smith átti frábæran leik fyrir Breiðablik og skoraði 32 stig. Everage Richardson var lengi í gang en átti frábæran kafla í 3. leikhluta þar sem Blikar komust náðu yfirhöndinni. Hann lauk leik með 23 stig og tíu fráköst. Nicholas Richotti skoraði átján stig fyrir Njarðvík sem er áfram með sex stig en nú í 6. sæti deildarinnar. Nacho Martin var með sautján stig og þrettán fráköst í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og Dedrick Basile skoraði sömuleiðis sautján stig. Njarðvíkingar voru nokkuð lengi í gang í vörninni en hún þéttist mjög eftir því sem á 1. leikhlutann leið og hélt svo vatni og vindum í 2. leikhluta. Blikar skoruðu aðeins átján stig í 2. leikhluta og voru í óvenju miklum sóknarvandræðum. Skotin inni í teig fóru flest ofan í en aðra sögu var að segja af skotunum fyrir utan. Heimamenn tóku 22 þrista í fyrri hálfleik en aðeins fjórir þeirra fóru ofan í. Gestirnir voru með helmingi fleiri þriggja stiga körfur og þrjátíu prósent nýtingu. Smith var eini Blikinn sem náði sér almennilega á strik í fyrri hálfleik og skoraði fjórtán stig. Aðrir fundu sig ekki í sókninni. Árni Elmar Hrafnsson minnkaði muninn í tvö stig, 37-39, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Njarðvík skoraði hins vegar átta af síðustu tólf stigum hans og fór með átta stiga forskot til búningsherbergja, 43-51. Njarðvík var áfram með forystu framan af 3. leikhluta og Martin kom liðinu sjö stigum yfir, 60-67, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af honum. En þá hrukku Blikar í gang. Milli tveggja karfa hjá Smith skoraði Everage níu stig í röð og heimamenn komust 73-69 yfir. Staðan eftir 3. leikhluta var svo 73-70. Liðin skiptust á höggum í 4. leikhluta og forystan flakkaði milli þeirra. Richotti kom Njarðvík þremur stigum yfir, 78-81, en Breiðablik svaraði með sjö stigum í röð og komst fjórum stigum yfir, 85-81. Njarðvíkingar jöfnuðu í 85-85 en Smith skoraði þá fjögur stig í röð. Basile minnkaði muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu, 89-88, en Smith kláraði leikinn á vítalínunni. Hann kórónaði stórleik sinn með því að skora síðustu átta stig Breiðabliks sem vann, 91-88, og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. Pétur: Þeir voru með gott varnarlið inn á en lélegt varnarlið Pétur Ingvarsson útskýrði skiptiplan sitt eftir leikinn.vísir/vilhelm Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld. „Þetta er planið. Markmaðurinn er frammi allan leikinn. En við reynum að þreyta andstæðinginn í fjörutíu mínútur. Þeir verða ekkert þreyttir eftir tuttugu mínútur þannig við héldum bara áfram, hamast og vona það besta og það gekk í kvöld,“ sagði Pétur í leikslok. Blikar voru duglegri að keyra á körfuna í seinni hálfleik en þeim fyrri. „Við hittum ekki vel úr þriggja stiga skotunum. Við vorum með einhverja fimmtán prósent þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Menn réðust á körfuna. Svo voru þeir með gott varnarlið inn á en lélegt varnarlið þannig að við komumst alltaf á körfuna. Og það sama með þá,“ sagði Pétur. „Við náðum að saxa á forskotið og halda í við þá. Svo var þetta spurning í lokin að keyra okkar leik.“ Pétur skiptir ört en tekur ekki mörg leikhlé. Fyrir því er góð ástæða. „Leikurinn er alltaf stopp í tvær mínútur þegar leikhlé er tekið. Við erum að reyna að keyra upp hraðann og ef stóru mennirnir hjá þeim fá tvær auka mínútur gefur það þeim aukið tækifæri á að fá hvíld og setja upp sóknirnar sínar. Við viljum það ekki heldur keyra eins og við getum,“ sagði Pétur. „Þetta er skiptiplanið hjá okkur meðan aðrir eru kannski ekki vanir þessu.“ Blikar hafa spilað betri vörn á þessu tímabili en því síðasta. „Við erum með aðeins öðruvísi lið. Núna erum við með Julio [Calver] en vorum með Bjarna [Geir Gunnarsson] sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra. Hann er geggjaður sjúkraþjálfari en ekki góður varnarmaður. Það er munur að vera með 2,05 metra háan gaur en 1,90 metra sjúkraþjálfara í miðherjastöðunni,“ sagði Pétur að lokum. Benedikt: Vil að þetta Blikalið fái meiri virðingu Benedikt Guðmundsson segir að Breiðablik eigi skilið að fá meiri virðingu í umræðunni.vísir/bára Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, fannst sumt gott hjá sínu liði gegn Breiðablik, annað ekki. „Við töpuðum boltanum tvisvar einstaklega illa undir lokin. Svo settu þeir stóra þrista í andlitið á okkur. Everage [Richardson] var með nokkra. Þetta er samtíningur, ekki góðar ákvarðanir hjá okkur, við vorum hikandi að setja boltann inn í teig þannig að þetta voru nokkrir hlutir,“ sagði Benedikt. Hann hrósaði liði Breiðabliks í hástert eftir leikinn. „Við gerðum ekki nógu vel í sókninni en þeir eru ógeðslega góðir að refsa. En við gerðum líka margt gott. Þetta Blikalið á skilið virðingu. Þetta er hörkulið sem er að fara að blanda sér í toppbaráttuna,“ sagði Benedikt. „Maður getur ekki bara gagnrýnt sitt eigið lið. Ég vil bara að þetta Blikalið fái meiri virðingu. Það er búið að stimpla sig inn sem toppbaráttulið og það verður gaman að sjá þá í framhaldinu. Vonandi getum við keppt við þá og fleiri í toppbaráttunni.“ Benedikt kvaðst ánægður með Nacho Martin sem lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. „Hann tók fráköst og hjálpaði okkur. Hann er líka góður sendingamaður. Við reyndum að fara meira í gegnum hann en það gekk ekki alltaf. Það er eitthvað sem við þurfum að vera betri í og æfa.“ Subway-deild karla Breiðablik UMF Njarðvík
Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla. Í síðasta heimaleik sínum vann Breiðablik öruggan sigur á Keflavík. Þessi leikur var allt öðruvísi. Blikar hittu skelfilega fyrir utan (21 prósent) en sýndu á sér nýjar hliðar og spiluðu mjög góða vörn í seinni hálfleik. Þar skoruðu Njarðvíkingar aðeins 37 stig. Jeremy Smith átti frábæran leik fyrir Breiðablik og skoraði 32 stig. Everage Richardson var lengi í gang en átti frábæran kafla í 3. leikhluta þar sem Blikar komust náðu yfirhöndinni. Hann lauk leik með 23 stig og tíu fráköst. Nicholas Richotti skoraði átján stig fyrir Njarðvík sem er áfram með sex stig en nú í 6. sæti deildarinnar. Nacho Martin var með sautján stig og þrettán fráköst í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og Dedrick Basile skoraði sömuleiðis sautján stig. Njarðvíkingar voru nokkuð lengi í gang í vörninni en hún þéttist mjög eftir því sem á 1. leikhlutann leið og hélt svo vatni og vindum í 2. leikhluta. Blikar skoruðu aðeins átján stig í 2. leikhluta og voru í óvenju miklum sóknarvandræðum. Skotin inni í teig fóru flest ofan í en aðra sögu var að segja af skotunum fyrir utan. Heimamenn tóku 22 þrista í fyrri hálfleik en aðeins fjórir þeirra fóru ofan í. Gestirnir voru með helmingi fleiri þriggja stiga körfur og þrjátíu prósent nýtingu. Smith var eini Blikinn sem náði sér almennilega á strik í fyrri hálfleik og skoraði fjórtán stig. Aðrir fundu sig ekki í sókninni. Árni Elmar Hrafnsson minnkaði muninn í tvö stig, 37-39, þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Njarðvík skoraði hins vegar átta af síðustu tólf stigum hans og fór með átta stiga forskot til búningsherbergja, 43-51. Njarðvík var áfram með forystu framan af 3. leikhluta og Martin kom liðinu sjö stigum yfir, 60-67, þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af honum. En þá hrukku Blikar í gang. Milli tveggja karfa hjá Smith skoraði Everage níu stig í röð og heimamenn komust 73-69 yfir. Staðan eftir 3. leikhluta var svo 73-70. Liðin skiptust á höggum í 4. leikhluta og forystan flakkaði milli þeirra. Richotti kom Njarðvík þremur stigum yfir, 78-81, en Breiðablik svaraði með sjö stigum í röð og komst fjórum stigum yfir, 85-81. Njarðvíkingar jöfnuðu í 85-85 en Smith skoraði þá fjögur stig í röð. Basile minnkaði muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu, 89-88, en Smith kláraði leikinn á vítalínunni. Hann kórónaði stórleik sinn með því að skora síðustu átta stig Breiðabliks sem vann, 91-88, og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. Pétur: Þeir voru með gott varnarlið inn á en lélegt varnarlið Pétur Ingvarsson útskýrði skiptiplan sitt eftir leikinn.vísir/vilhelm Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld. „Þetta er planið. Markmaðurinn er frammi allan leikinn. En við reynum að þreyta andstæðinginn í fjörutíu mínútur. Þeir verða ekkert þreyttir eftir tuttugu mínútur þannig við héldum bara áfram, hamast og vona það besta og það gekk í kvöld,“ sagði Pétur í leikslok. Blikar voru duglegri að keyra á körfuna í seinni hálfleik en þeim fyrri. „Við hittum ekki vel úr þriggja stiga skotunum. Við vorum með einhverja fimmtán prósent þriggja stiga nýtingu í fyrri hálfleik. Menn réðust á körfuna. Svo voru þeir með gott varnarlið inn á en lélegt varnarlið þannig að við komumst alltaf á körfuna. Og það sama með þá,“ sagði Pétur. „Við náðum að saxa á forskotið og halda í við þá. Svo var þetta spurning í lokin að keyra okkar leik.“ Pétur skiptir ört en tekur ekki mörg leikhlé. Fyrir því er góð ástæða. „Leikurinn er alltaf stopp í tvær mínútur þegar leikhlé er tekið. Við erum að reyna að keyra upp hraðann og ef stóru mennirnir hjá þeim fá tvær auka mínútur gefur það þeim aukið tækifæri á að fá hvíld og setja upp sóknirnar sínar. Við viljum það ekki heldur keyra eins og við getum,“ sagði Pétur. „Þetta er skiptiplanið hjá okkur meðan aðrir eru kannski ekki vanir þessu.“ Blikar hafa spilað betri vörn á þessu tímabili en því síðasta. „Við erum með aðeins öðruvísi lið. Núna erum við með Julio [Calver] en vorum með Bjarna [Geir Gunnarsson] sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra. Hann er geggjaður sjúkraþjálfari en ekki góður varnarmaður. Það er munur að vera með 2,05 metra háan gaur en 1,90 metra sjúkraþjálfara í miðherjastöðunni,“ sagði Pétur að lokum. Benedikt: Vil að þetta Blikalið fái meiri virðingu Benedikt Guðmundsson segir að Breiðablik eigi skilið að fá meiri virðingu í umræðunni.vísir/bára Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, fannst sumt gott hjá sínu liði gegn Breiðablik, annað ekki. „Við töpuðum boltanum tvisvar einstaklega illa undir lokin. Svo settu þeir stóra þrista í andlitið á okkur. Everage [Richardson] var með nokkra. Þetta er samtíningur, ekki góðar ákvarðanir hjá okkur, við vorum hikandi að setja boltann inn í teig þannig að þetta voru nokkrir hlutir,“ sagði Benedikt. Hann hrósaði liði Breiðabliks í hástert eftir leikinn. „Við gerðum ekki nógu vel í sókninni en þeir eru ógeðslega góðir að refsa. En við gerðum líka margt gott. Þetta Blikalið á skilið virðingu. Þetta er hörkulið sem er að fara að blanda sér í toppbaráttuna,“ sagði Benedikt. „Maður getur ekki bara gagnrýnt sitt eigið lið. Ég vil bara að þetta Blikalið fái meiri virðingu. Það er búið að stimpla sig inn sem toppbaráttulið og það verður gaman að sjá þá í framhaldinu. Vonandi getum við keppt við þá og fleiri í toppbaráttunni.“ Benedikt kvaðst ánægður með Nacho Martin sem lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld. „Hann tók fráköst og hjálpaði okkur. Hann er líka góður sendingamaður. Við reyndum að fara meira í gegnum hann en það gekk ekki alltaf. Það er eitthvað sem við þurfum að vera betri í og æfa.“
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti
Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Körfubolti