Sport

Þrenn verðlaun Valgarðs í Finnlandi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Valgarð Reinhardsson nældi sér í tvenn silfurverðlaun í einstaklingskeppninni í dag.
Valgarð Reinhardsson nældi sér í tvenn silfurverðlaun í einstaklingskeppninni í dag. Fimleikasambandið

Valgarð Reinhardsson nældi í tvenn silfurverðlaun á Norður Evrópumótinu í Finnlandi sem lauk í dag. Auk þess vann íslenska liðið bronsverðlaun í liðakeppninni í gær.

Í liðakeppninni í gær náði Ísland í bronsverðlaun en það er í fyrsta sinn sem Ísland kemst á verðlaunapall á mótinu. Liðið skipa þeir Atli Snær Valgeirsson, Ágúst Ingi Davíðsson, Dagur Kári Ólafsson, Jónas Ingi Þórisson, Martin Bjarni Guðmundsson og Valgarð Reinhardsson og koma þeir allir úr Gerlpu. Þjálfarar liðsins eru Róbert Kristmannsson og Viktor Kristmannsson.

Einstaklingskeppnin fór síðan fra í dag. Þar lenti Valgarð Reinhardsson í öðru sæti bæði í stökki og á svifrá og nældi þar með í silfurverðlaun.

Í frétt á Facebooksíðu fimleikasambandsins kemur fram að Dagur Kári hafi keppt á bogahesti, Martin Bjarni á svifrá og Jónas Ingi á gólfi og svifrá.

Valgarð Reinhardsson vann tvenn silfurverðlaun á Norður Evrópumótinu í Finnlandi og þrenn verðlaun samtals því hann hjálpaði íslenska landsliðinu að vinna brons í liðakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×