Körfubolti

Jón Axel með tíu stig í sigri Pesaro

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jón Axel gekk til liðs við Pesaro frá Grindavík í lok október.
Jón Axel gekk til liðs við Pesaro frá Grindavík í lok október. Vísir/Bára

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Pesaro unnu 104-72 sigur á liði Happy Casa Brindisi í ítölsku Serie A í körfuknattleik í dag. Jón Axel skoraði tíu stig í leiknum en Pesaro er í fimmta sæti deildarinnar eftir sjö umferðir

Jón Axel gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík í Subway-deildinni í október en samdi skömmu síðar við Pesaro en hann hafði verið á höttunum eftir atvinnusamningi í nokkurn tíma eftir að hafa leikið í Þýskalandi og á Ítalíu síðustu árin.

Pesaro komst í 16-0 í leiknum í dag og leiddi 50-34 í hálfleik. Sigur þeirra var aldrei í hættu og munurinn varð á endanum tuttugu og átta stig, lokatölur 104-72.

Jón Axel lék í tuttugu og fimm mínútur í dag, skoraði tíu stig, tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar.

Pesaro er í fimmta sæti Serie A deildarinnar með fjóra sigra eftir sjö umferðir. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×