Noregur kom til baka og tryggði sér níunda Evrópumeistaratitilinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 21:07 Norska liðið fagnar Evrópumeistaratitlinum í kvöld. Vísir/EPA Noregur varð í kvöld Evrópumeistari kvenna í handknattleik þegar þær unnu 27-25 sigur á Dönum í úrslitaleik. Þórir Hergeirsson vinnur þar með sín níundu gullverðlaun á stórmóti sem þjálfari norska liðsins. Noregur var ríkjandi Evrópumeistari fyrir úrslitaleikinn en Danir voru hins vegar í fyrsta sinn í úrslitaleik á stórmóti í átján ár. Það voru Danir sem byrjuðu betur í dag. Norska liðið var í vandræðum í sókninni og fór oft illa að ráði sínu. Danir komust í 10-6 og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik héldu Danir lengst af forystunni. Þeir leiddu meðal annars 22-18 en þá fór norska vörnin í gang með Katrine Lunde í stuði þar fyrir aftan. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 22-22. Katrine Lunde stepped in the final and no one can miss her entry @katrinelundenor #playwithheart | #ehfeuro2022 | @NORhandball pic.twitter.com/QOIxZ67Swk— EHF EURO (@EHFEURO) November 20, 2022 Undir lokin var reynsla Norðmanna svo dýrmæt. Danir voru áfram í brasi sóknarlega á meðan lykilleikmenn Norðmanna stigu upp. Lokatölur 27-25 og Norðmenn fögnuðu gríðarlega í leikslok. Nora Mörk var frábær hjá Noregi í dag og var valin maður leiksins. Hún skoraði átta mörk og tók af skarið sóknarlega þegar á þurfti að halda. Katrine Lunde kom inn í síðari hálfleiknum og varði mikilvæg skot undir lokin. Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn.Vísir/EPA Hjá Dönum var Louise Burgaard markahæst með sex mörk og Emma Friis skoraði fimm. Hin norska Henny Reindal var valin besti leikmaður Evrópumótsins og fékk verðlaun afhent í lok leiks. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Noregur var ríkjandi Evrópumeistari fyrir úrslitaleikinn en Danir voru hins vegar í fyrsta sinn í úrslitaleik á stórmóti í átján ár. Það voru Danir sem byrjuðu betur í dag. Norska liðið var í vandræðum í sókninni og fór oft illa að ráði sínu. Danir komust í 10-6 og leiddu með þremur mörkum í leikhléi, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik héldu Danir lengst af forystunni. Þeir leiddu meðal annars 22-18 en þá fór norska vörnin í gang með Katrine Lunde í stuði þar fyrir aftan. Norðmenn skoruðu fjögur mörk í röð og jöfnuðu í 22-22. Katrine Lunde stepped in the final and no one can miss her entry @katrinelundenor #playwithheart | #ehfeuro2022 | @NORhandball pic.twitter.com/QOIxZ67Swk— EHF EURO (@EHFEURO) November 20, 2022 Undir lokin var reynsla Norðmanna svo dýrmæt. Danir voru áfram í brasi sóknarlega á meðan lykilleikmenn Norðmanna stigu upp. Lokatölur 27-25 og Norðmenn fögnuðu gríðarlega í leikslok. Nora Mörk var frábær hjá Noregi í dag og var valin maður leiksins. Hún skoraði átta mörk og tók af skarið sóknarlega þegar á þurfti að halda. Katrine Lunde kom inn í síðari hálfleiknum og varði mikilvæg skot undir lokin. Fögnuðurinn í leikslok var ósvikinn.Vísir/EPA Hjá Dönum var Louise Burgaard markahæst með sex mörk og Emma Friis skoraði fimm. Hin norska Henny Reindal var valin besti leikmaður Evrópumótsins og fékk verðlaun afhent í lok leiks.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira