Fleiri fréttir

Instant leiddi LAVA til sigurs

Breiðablik og LAVA sem voru í 7. og 8. sæti deildarinnar tókust á í gærkvöldi. LAVA hafði mikla yfirburði.

Körfuboltakvöld um liðin: „Held að það sé alveg raunhæfur draumur“

Tindastólsmenn voru hársbreidd frá því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðasta tímabili en bjuggu til eitt mesta ævintýri körfuboltasögunnar með því að fara frá því að vera í tómu tjóni um mitt tímabil í því að fara alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Kven­kyns dómari, Juventus rankar við sér og Zlatan í ráð­herra­stól?

Blað var brotið í knattspyrnusögu Ítalíu um helgina þegar Maria Sole Ferrieri Caputi dæmdi leik Sassuolo og Salernitana. Maria Sole var þar með fyrsta konan í 124 ára sögu knattspyrnunnar í landinu til að dæma leik í efstu deild karla. Frammistaða hennar var til fyrirmyndar rétt eins og frammistaða heimamanna í Sassuolo sem völtuðu yfir Salernitana 5-0.

Bjarni kann engar skýringar á fyndnum fagnaðarlátum

Óhætt er að segja að Siglfirðingurinn Bjarni Mark Antonsson hafi ekki ráðið sér fyrir kæti þegar lið hans Start skoraði dramatískt og afar mikilvægt sigurmark í norsku 1. deildinni í fótbolta.

For­seti norska skák­sam­bandsins viður­kennir svindl og er hættur

Joachim Birger Nilsen, forseti norska Skáksambandsins, hefur sagt af sér eftir að hann viðurkenndi í gær að hafa svindlað á móti tímabilið 2016 til 2017. Hinn 29 ára Nilsen tefldi á sínum tíma fyrir skákliðið Norway Gnomes, því sama og hinn bandaríski Hans Niemann tefldi fyrir árið 2020.

Tilþrifin: Blóðug barátta í framlengdum leik í Ancient

Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það blóðug barátta á Ancient kortinu í framlengdum leik SAGA og Viðstöðu sem á sviðsljósið.

Milljónir vildu losna við Haaland

Yfir tvær milljónir manna tóku þátt í undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að Erling Haaland yrði vikið úr ensku úrvalsdeildinni „fyrir að vera vélmenni“.

ÍR teflir fram dæmdum ofbeldismanni

Körfuknattleikslið ÍR leikur með Bandaríkjamanninn Tylan Jamon Birts innanborðs í vetur. Hann var ákærður fyrir nauðgun árið 2016 en játaði á sig líkamsárás.

Sendi bróður sinn í sitt eigið brúðkaup til að komast á æfingu

Knattspyrnumaðurinn Mohamed Buya Turay frá Síerra Leóne verður seint sakaður um að færa ekki fórnir fyrir liðið sitt. Turay sleppti því að mæta í sitt eigið brúðkaup til að komast á æfingu með sænska liðinu Malmö á undirbúningstímabilinu í sumar.

Við förum hvorki upp í skýin né niður í kjallara

„Ég er mjög sáttur. Við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir erfiðan leik, ÍR hefur verið að spila vel þannig ég er bara ánægður með nánast allt í þessum leik,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir 38-25 marka sigur á ÍR í KA heimilinu í kvöld. 

Jóhann Þór: Yrði risastórt fyrir okkur sem félag að fá hann heim

„Góður sigur, ég er mjög sáttur með þessi tvö stig. Þetta spilaðist ekkert eitthvað æðislega en tvö góð stig og við tökum það,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur gegn KR í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld.

Haukur skoraði eitt í naumum Meistaradeildarsigri Kielce

Haukur Þrastarson og félagar hans í pólska meistaraliðinu Lomza Industria Kielce unnu nauman þriggja marka sigur gegn Kiel er liðin mættust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur 40-37 í gríðarlegum markaleik.

Stefán skoraði í stórsigri Silkeborg

Stefán Teitur Þórðarson var á skotskónum í liði Silkeborg í kvöld er liðið tók á móti FCSB í Sambandsdeild Evrópu. Stefán og félagar unnu öruggan 5-0 sigur, en Stefán skoraði fjórða mark liðsins.

Davíð Þór: Þetta eru vonbrigði

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, talaði við leikmenn liðsins fyrir æfingu í dag enda mikið gengið á. Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar sem þjálfari seinnipartinn vegna persónulegra vandamála og óljóst hvort eða hvenær hann snúi til baka.

Valdi dóttur sína í sænska landsliðið

Sænski landsliðsþjálfarinn í handbolta hefur valið úrtakshópinn sinn fyrir EM kvenna sem fer fram í Slóveníu, Norður Makedóníu og Svartfjallalandi í næsta mánuði.

Ejub hættur en sonurinn samdi

Ejub Purisevic, maðurinn sem stýrði Víkingi Ólafsvík í tvígang upp í efstu deild karla í fótbolta, er á lausu eftir að hafa hætt störfum hjá Stjörnunni.

Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm

Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.