Handbolti

Ýmir og félagar enn á toppnum með fullt hús stiga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen hafa farið vel af staða í þýska handboltanum.
Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen hafa farið vel af staða í þýska handboltanum. Getty Images

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu afar sannfærandi 12 mara sigur er liðið tók á móti Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 37-25.

Ýmir og félagar settu tóninn snemma og skoruðu fyrstu fimm mörk leiksins. Stuttu síðar var staðan orðin 10-3, Ljónunum í vil, og liðið leiddi með átta mörkum í hálfleik, 22-14.

Heimamenn í Rhein-Neckar Löwen þurftu því ekki að hafa miklar áhyggjur af síðari hálfleiknum og liðið vann að lokum öruggan 12 marka sigur, 37-25.

Ýmir Örn skoraði þrjú mörk fyrir heimamenn í kvöld, en liðið trónir á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig af 14 mögulegum eftir sjö leiki, en Minden er enn án stiga á botninum.

Þá vann HC Erlangen góðan þriggja marka sigur gegn Bergischer á sama tíma, en Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen og Arnór Þór Gunnarsson leikur með Bergischer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×