Sport

Börnin kynntu pabba sinn til leiks í lokaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Payton, Clark og Bennett höfðu mjög gaman af því að kalla föður sinn fram í lokaleiknum.
Payton, Clark og Bennett höfðu mjög gaman af því að kalla föður sinn fram í lokaleiknum. Skjámynd/Sportcenter

Hafnaboltamaðurinn Stephen Vogt lék sinn síðasta leik á ferlinum á dögunum og fékk mjög sæta og skemmtilega kveðju við þau tímamót.

Vogt er orðinn 37 ára gamall og hefur spilað í MLB-deildinni frá árinu 2012. Hann byrjaði feril sinn hjá Tampa Bay Rays en endaði hann hjá Oakland Athletics. Bestu árin sín átti hann hjá Oakland Athletics frá 2013 til 2017 ar sem hann var tvisvar valinn í stjörnuleikinn.Vogt glímdi við meiðsli fyrri hluta tímabilsins en náði að koma til baka undir lok tímabilsins. Í síðasta leiknum náði að slá boltann upp í stúku á Oakland Coliseum og komast í heimahöfn.

Vogt og eiginkona hans Alyssa eiga þrjú börn saman. Dóttirin Payton er fædd árið 2011 og synirnir Clark og Bennett 2014 og 2016.

Í lokaleiknum voru það einmitt börnin hans þrjú, Payton, Clark og Bennett, sem kynntu föður sinn til leiks eins og sjá má hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.