Fleiri fréttir

Rangnick veit ekki af hverju Rashford er í þessum vandræðum

Marcus Rashford átti ekki góðan leik með Manchester United og hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ralf Rangnick var spurður út í vandræði enska landsliðsframherjans eftir 10 sigur á Aston Villa í enska bikarnum í gær.

Annað smit hjá liði Erlings

Florent Bourget, leikmaður hollenska handboltalandsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Holland er með Íslandi í riðli á EM 2022 og þjálfari liðsins er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson.

Kyrie Irving með en Brooklyn Nets tapaði

Brooklyn Nets var að spila á útivelli í NBA-deildinni í nótt og þessa vegna óbólusetta stórstjarnan Kyrie Irving spilað með liðinu. Það dugði þó ekki til í nótt.

Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega.

Gabon tók þátt í þemanu og vann með einu marki

Gabon og Kómoreyjar áttust við í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni í fótbolta í kvöld. Þrátt fyrir að stærstu stjörnur Gabon-manna hafi vantað kom það ekki í veg fyrir 1-0 sigur þeirra, en fimm af sex leikjum mótsins hingað til hafa unnist 1-0.

Boufal hetja Marokkó | Gínea sigraði Malaví

Tveimur leikjum á Afríkumótinu í fótbolta var að ljúka rétt í þessu. Í C-riðli vann Marokkó 1-0 sigur gegn Gana þar sem sigurmarkið kom á lokamínútum leiksins og í B-riðli vann Gínea einnig 1-0 sigur gegn Malaví.

Berglind mætt í besta liðið í Noregi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Noregsmeistarana í fótbolta eftir að hafa síðast leikið með Hammarby í Svíþjóð.

Lék sinn fyrsta leik eftir handtökuna

Aminata Diallo, leikmaður Paris Saint-Germain, lék í gær sinn fyrsta leik í tvo mánuði. Hún var handtekinn í byrjun nóvember, grunuð um að hafa látið ráðast á samherja sinn, Kheiru Hamraoui.

Lentu á kafi í vatni í miðjum íshokkíleik

Lykilatriði þegar þú spilar íshokkí er auðvitað að ísinn sé frosinn. Hann var það reyndar í leik í svissnesku deildinni á dögunum en tveir leikmenn enduðu engu að síður á bólakafi í miðjum leik.

Sjá næstu 50 fréttir