Handbolti

Bikarmeistararnir taka á móti HK | Framkonur fara í Víkina

Sindri Sverrisson skrifar
Valsarar hófu veturinn á að verða bikarmeistarar, en keppni í bikarnum var frestað vegna samkomutakmarkana síðasta vetur.
Valsarar hófu veturinn á að verða bikarmeistarar, en keppni í bikarnum var frestað vegna samkomutakmarkana síðasta vetur. vísir/Hulda Margrét

Þrír úrvalsdeildarslagir eru í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handbolta, og einn í 16-liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna. Dregið var í hádeginu.

Bikarmeistarar Vals taka á móti HK í 16-liða úrslitum karla. Þar mætast einnig Stjarnan og KA, og Grótta tekur á móti Haukum

  • 16-liða úrslit karla:
  • ÍBV 2 - Þór
  • ÍR - Selfoss
  • Vængir Júpiters - Víkingur
  • Hörður - FH
  • Valur - HK
  • Kórdrengir - ÍBV 1
  • Stjarnan - KA
  • Grótta - Haukar

Í 16-liða úrslitum kvenna sitja meistarar KA/Þórs hjá, sem og Valskonur. Drátturinn fór þannig að eini úrvalsdeildarslagurinn er á milli Aftureldingar og HK í Mosfellsbæ. Fram, sem er á toppi Olís-deildarinnar, sækir 1. deildarlið Víkings heim.

  • 16-liða úrslit kvenna:
  • ÍR - Grótta
  • Fjölnir/Fylkir - ÍBV
  • FH - Stjarnan
  • Selfoss - Haukar
  • Víkingur - Fram
  • Afturelding - HK

*KA/Þór og Valur sitja hjá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×