Handbolti

Annað smit hjá liði Erlings

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Florent Bourget í leik Hollands og Svíþjóðar í síðustu viku.
Florent Bourget í leik Hollands og Svíþjóðar í síðustu viku. epa/Bjorn Larsson Rosvall

Florent Bourget, leikmaður hollenska handboltalandsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Holland er með Íslandi í riðli á EM 2022 og þjálfari liðsins er Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson.

Bourget, sem leikur með Handbal Volendam í heimalandinu, er annar leikmaður hollenska liðsins sem greinist með veiruna. Áður hafði Ephrahim Jerry smitast.

Í stað Bourgets hefur Erlingur kallað í annan leikstjórnanda, Niko Blaauw, samherja Bjarka Más Elíssonar hjá Lemgo.

Jerry, sem leikur undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen, greindist smitaður um helgina.

Fyrsti leikur Hollands á EM er gegn heimaliði Ungverjalands á föstudaginn. Á sunnudaginn mætast Íslendingar og Hollendingar svo klukkan 19:30.

Erlingur er á leið á sitt annað stórmót með hollenska liðið. Holland komst einnig á EM 2020 þar sem liðið vann einn leik en tapaði tveimur.


Tengdar fréttir

Erlingur reiðir sig á tölvunarfræðing, lækni og endurskoðanda á EM

Á meðan að kvennalandslið Hollands í handbolta hefur fimm sinnum unnið til verðlauna á stórmótum þá hefur karlalandsliðið rétt kynnst því að spila á stórmóti. Erlingur Richardsson var fenginn til að stýra karlaliðinu í rétta átt og koma leikmönnum úr áhugamennsku í atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×