Sport

Gabon tók þátt í þemanu og vann með einu marki

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gabon vann góðan 1-0 sigur gegn Kómoreyjum í kvöld.
Gabon vann góðan 1-0 sigur gegn Kómoreyjum í kvöld. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Gabon og Kómoreyjar áttust við í lokaleik dagsins í Afríkukeppninni í fótbolta í kvöld. Þrátt fyrir að stærstu stjörnur Gabon-manna hafi vantað kom það ekki í veg fyrir 1-0 sigur þeirra, en fimm af sex leikjum mótsins hingað til hafa unnist 1-0.

Eini leikur mótsins hingað til sem endaði ekki 1-0 var opnunarleikurinn. Þar tóku heimamenn í Kamerún á móti Búrkína Fasó í leik þar sem heimamenn höfðu betur 2-1.

Eina mark leiksins í kvöld skoraði Aaron Salem Boupendza fyrir Gabon strax á 16. mínútu eftir stoðsendingu frá Louis Ameka Autchanga.

Pierre-Emerick Aubameyang og Mario Lemina voru ekki með Gabon eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.

Kómoreyjar eru að taka þátt á alþjóðlegu móti í fyrsta sinn, en aðein 850.000 manns búa á eyjunum sem staðsettar eru á milli meginlands Afríku og Madagaskar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×