Fleiri fréttir

Lebron og Liverpool framleiða vörur saman

LeBron James er á leiðinni í enska fótboltann. Ekki reyndar til að spila heldur sem hluti af markaðssetningu Nike í tengslum við samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

„Megum ekki vera hræddar að gera mistök“

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að Íslendingar megi ekki óttast að gera mistök í leiknum gegn Japönum í kvöld.

LeBron James lét dómarann senda stuðningsmenn í burtu

LeBron James var ósáttur við talsmáta tveggja stuðningsmanna Indiana Pacers og fékk í gegn að þeim yrði vísað í burtu í Indiana í gærkvöld. Hann innsiglaði í kjölfarið sigur Los Angeles Lakers, í framlengdum leik.

Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni

LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta.

Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót.

Júlían fékk sæti á Heimsleikunum

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk í dag úthlutað sæti frá Alþjóða lyftingasambandinu sæti á Heimsleikunum sem fram fara í Alabama í Bandaríkjunum næsta sumar.

Klopp: Ef þú ert í hóp hjá okkur þá ertu góður fótboltamaður

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægðu með 2-0 sigur sinna manna gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir þó að liðið hefði getað gert betur, en hrósaði leikmönnum sínum, enda stillti hann upp mikið breyttu liði.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega

Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47.

Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik

Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Liverpool enn með fullt hús stiga í B-riðli

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gat leyft sér að hvíla nokkra lykilmenn er liðið tók á móti Porto í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Það kom þó ekki að sök og Liverpool vann góðan 2-0 sigur.

Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn

Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt.

„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína.

Arnór Þór kemur inn í þjálfarateymi Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins og Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, mun koma inn í þjálfarateymi liðsins þegar hann leggur skóna á hilluna sumarið 2023.

Patrekur: Hef engar áhyggjur af markvörslunni

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var mun sáttari með fyrri hálfleikinn en þann seinni gegn ÍBV í kvöld. Eyjamenn unnu leik liðanna í Mýrinni með fjögurra marka mun, 28-32.

Haller sá til þess að Ajax er enn með fullt hús stiga

Sebastian Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann 1-2 útisigur gegn Besiktas í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Ajax er því enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki, en Besiktas er hins vegar enn án stiga.

Ítalíumeistararnir komnir með annan fótinn í 16-liða úrslit

Ítalíumeistarar Inter unnu í kvöld góðan 2-0 sigur gegn Shakhtar Donetsk í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Liðið er nú hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, en hagstæð úrslit í leik Real Madrid og Sheriff gætu tryggt sætið fyrir þá.

Chilwell gæti verið frá út tímabilið

Ben Chilwell, vinstri bakvörður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið frá út tímabilið eftir að leikmaðurinn fór af velli í 4-0 stórsigri liðsins gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær.

Víkingur og KA í Skandinavíudeild

Íslandsmeistarar Víkings og lið KA munu hefja nýtt knattspyrnuár í hlýjunni á Alicante á Spáni þar sem liðin leika í Skandinavíudeildinni í fótbolta.

Saga lagði arfaslaka Fylkismenn

Sjöunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO hófst í gær á viðureign Sögu og Fylkis. Saga vann ótvíræðan sigur, 16-5.

Sjá næstu 50 fréttir