Fleiri fréttir

Conte: Þetta var klikkaður leikur

Antonio Conte, nýráðinn knattspyrnustjóri Tottenham, var hálf ringlaður eftir 3-2 sigur liðsins gegn Vitesse í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Hann segir að liðið þurfi að bæta sig á mörgum sviðum.

„Við gáfum þeim smá vonarglætu undir lokin“

Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var kampakátur með afar öflugan sigur Þórs á Keflavík í kvöld, 80-89. Keflavík var eina taplausa liðið í deildinni fyrir þennan leik.

Eddie Howe að taka við Newcastle

Knattspyrnustjórinn Eddie Howe er við það að taka við stjórnartaumunum hjá enska knattspyrnufélaginu Newcastle, en félagið hefur verið í stjóraleit síðan Steve Bruce var sagt upp á dögunum.

Marseille og Lazio skildu jöfn | Elías á bekknum í sigri

Nú er öllum leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni lokið. Franska liðið Marseille og ítalska liðið Lazio gerðu 2-2 jafntefli í C-riðli, í leik þar sem bæði lið þurftu á sigri að halda og Elías Rafn Ólafsson vermdi bekkinn hjá Midtjylland sem vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Rauðu Stjörnunni.

Leicester missti af mikilvægum stigum

Enska knattspyrnufélagið Leicester missti af mikilvægum stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Spartak Moskvu í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld.

Fimm mörk, þrjú rauð og sigur í fyrsta leik Conte

Fyrsti leikur Antonio Conte sem knattspyrnustjóri Tottenham bauð svo sannarlega upp á allt sem hægt er að biðja um í einum fótboltaleik. Conte og lærisveinar hans fögnuðu 3-2 sigri, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir

Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti.

Albert skoraði í sigri í Sambandsdeildinni

Alls er nú tíu leikjum lokið af þeim 16 sem fara fram í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Albert Guðmundsson skoraði fyrra mark AZ Alkmaar er liðið vann 2-0 sigur gegn CFR Cluj í D-riðli.

Lyon tryggði sér sigur í A-riðli | Napoli sigraði toppslaginn

Af þeim 16 leikjum sem fara fram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld er nú átta þeirra lokið. Lyon tryggði sér sigur í A-riðli með 3-0 sigri gegn Sparta Prague og Napoli vann 4-1 útisigur gegn Legia Varsjá í toppslag C-riðils svo eitthvað sé nefnt.

West Ham tapaði sínum fyrstu stigum

Enska knattspyrnufélagið West Ham tapaði sínum fyrstu stigum í Evrópudeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Genk í kvöld. Lokatölur 2-2, en þetta voru fyrstu mörkin sem Lundúnaliðið fær á sig í keppninni.

Arnar Þór: „Ekki spurning, við viljum fá stig“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum eftir að hann tilkynnti hvaða leikmenn verða í hópnum sem spilar tvo síðustu leiki sína í undankeppni HM nú í nóvember. Hann segir úrslitin ekki aðalatriðið, en að sigur sé að sjálfsögðu alltaf vel þeginn.

Aron og Heiðar komnir til Vals

Aron Jóhannsson og Heiðar Ægisson eru gengnir í raðir Vals. Greint var frá þessu á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag.

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM 2022 var kynntur.

„Fæ leyfi til þess sem ég er góður í“

„Maður vaknar ekki allt í einu einn morgun og ætlar að verða bestur. Þetta tekur tíma og er bara vinna,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem farið hefur á kostum í þýsku deildinni í handbolta, þeirri sterkustu í heimi.

„Aðeins of ungur til að vera kominn í þetta tjill“

Aron Pálmarsson er orðinn heill heilsu eftir meiðsli sem hann varð fyrir í haust. Hann er ánægður með skrefið sem hann tók frá Spáni til Danmerkur í sumar og segir áhugann á handbolta mikið meiri í Danmörku.

Fá milljónir í bætur vegna EM-fara

Knattspyrnufélög munu í fyrsta sinn fá bætur vegna þátttöku leikmanna á Evrópumóti kvenna í fótbolta vegna mótsins sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ljóst er að þetta mun koma sér vel fyrir Breiðablik og Val, og hugsanlega fleiri íslensk félög.

„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“

Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur.

Sjá næstu 50 fréttir