Umfjöllun og viðtöl: Vestri - KR 75-87 | Nýliðarnir höfðu ekki stöðuleika í KR

Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar
visir-img
vísir/bára

Vestri og KR mættust í Subway-deild karla á Ísafirði í kvöld. Voru það gestirnir sem fóru glaðari heim með 12 stiga sigur í skottinu, 87-75.

Vestri byrjaði leikinn í kvöld af krafti og unnu fyrsta leikhluta 22-17.

Skrýtið atvik átti sér stað þegar liðin höfðu klárað leikhlé sitt og ætluðu að fara hefja annan leikhluta en þá dæmir dómaratríóið síðustu körfu Vestra af og lætur spila síðustu sek af fyrsta leikhlutanum aftur. Ken-Jah fær þá boltann og setur körfuna niður. Réttlætið eflaust sigraði þarna.

Í öðrum leikhluta að þá tekur KR svolítið völdin á vellinum og leiða með 6 stigum, 36-42. Þegar um þrjár mínútur lifa af öðrum leikhluta að þá eru bæði Dani og Shawn komnir með þrjár villur og eru teknir út af.

Í upphafi þriðja leikhluta kemur gott áhlaup frá KR sem skilar þeim 7-0 kafla og dróg það kannski svolítið úr vonum Vestramanna að ná einhverju úr leiknum. Þeir koma þó til baka með góðum leik og þegar 90 sek eru eftir af þriðja leikhluta er leikurinn í járnum og munar aðeins einu stigi á liðunum. Helgi tekur hinsvegar gott leikhlé og ná KRingar í næstu 7 stigin og leiða 59-67 þegar leikhlutinn er flautaður af.

Lítið er að gerast hjá Vestra í fjórða leikhluta, menn farnir að reyna erfið skot og KRingar sigla þessu hægt og rólega heim. Lokatölur 75-87.

Af hverju vann KR?

Annar leikhluti var Vestra mönnum erfiður en þegar um 90 sek eru eftir af leiknum taka KR leikhlé þegar aðeins munar einu stigi á liðunum og húsið byrjað að taka við sér. Hinsvegar settu KRingar 7 stig í röð á 90 sek og skildu Vestra eftir. Mátti sjá stemninguna sem var að verða, verða að engu. Vestra menn náðu svo aldrei að ógna KR af viti eftir það.

Hverjir stóðu upp úr?

Þórir Guðmundur var flottur í kvöld sem og Bjössi sem átti góða þrista sem komu á hárréttum tíma. Annars var það mun meiri stöðuleiki í leik KR sem skóp þetta í kvöld.

Hvað gekk illa?

Eins og stendur hérna að ofan að þá skóp stöðuleiki KR þetta í kvöld. Vestri sýndi einfaldlega ekki nógu mikin stöðuleika og því fór sem fór. 0-7 kaflinn í lok annars leikhluta sló einnig einhverjar vonir úr augum Vestra.

Hvað gerist næst?

Vestri fer næst á krókinn þann 11. September og spilar við Tindastól á meðan KRingar fá heimaleik gegn Stjörnunni daginn eftir.

Pétur Már: „Drullufúll að tapa þessum leik”

Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, vardrullufúll að tapa í kvöld eins og hann orðaði það sjálfur.Vísir/Eyþór

„Ég er bara drullufúll að tapa þessum leik, við spiluðum ágætlega á köflum” sagði Pétur þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum að leik loknum. Einnig var Pétur ekki sáttur við sóknarleik sinna manna sem og tuttugu stigin sem Vestri gaf KR eftir tapaða bolta. „Það er allt sem þarf að segja um það”

„Við gerðum oft vel varnarlega og erum oft í aðstæðum til að gera vel sóknarlega en virðumst ekki nýta okkur það” sagði Pétur sem vildi Meira einblína á næsta leik heldur en þann sem var að líða.

Helgi Már: „Margir að skila ótrúlega góðum mínútum”

Helgi Már Magnússon, þjákfari KR-inga, var kampakátur í leikslok.Vísir/Bára

Helgi Már, þjálfari KR, var að vonum mun sáttari eftir leik kvöldsins en kollegi hans hjá Vestra.

 „Vörnin hérna í seinni hálfleik eða bara frá öðrum leikhluta var bara til fyrirmyndar” sagði Helgi sáttur með framlag sinna manna í vörninni.

KR er með þessum sigri að tengja tvo sigra í röð og var Helgi sáttur við það 

„Það er stígandi í liðinu og eftir kannski sjoppulegan fyrsta leikhluta náðum við betri stjórn á þessu og mínir men bara til fyrirmyndar hérna í kvöld.” 

Þegar Helgi var spurður að því hvernig honum fannst að koma vestur aftur lá ekki á svörum

„Bara ótrúlega gott að koma hingað aftur, við komum snemma í dag með flugi og höfum bara átt stórgóðan dag.”

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira