Finnur Freyr: Geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir Árni Jóhannsson skrifar 4. nóvember 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfarai Valsmanna, var virkilega sáttur við sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára Valur vann gífurlega sterkan sigur á Stjörnunni í Mathús Garðabæjar höllinni fyrr í kvöld 79-91. Þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, var ánægður með marga hluti í leik sinna manna en hann má vera það líka. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er fyrsti sigur Vals á útivelli, í þremur tilraunum og í fyrsta sinn sem þeir ná að skora yfir 70 stig í þessum þremur leikjum sem hafa verið leiknir úti. Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta rúlluðu gestirnir ðyfir andstæðinga sína og var Finnur spurður að því hvað hann sæi ða hafi gerst hjá liðinu hans. „Við náðum að binda saman körfur og stopp. Við náðum fjölmörgum stoppum í röð og vorum að ná að stýra þeim í skot sem þeir vilja ekki taka og fráköstuðum vel. Þeir ná 12 sóknarfráköstum þá er það bara mjög gott miðað við að þeir ná í 20 þannig í leik hingað til. Virkilega ánægður með það og virkilega ánægður með að ná að keyra upp hraðann á móti þeim.“ Var það eitthvað sérstakt sem Finnur sá í fari sinna leikmanna sem hefur kannski ekki verið hingað til, sérstaklega á útivelli? „Mér fannst leikmenn mínir nálgast þennan leik af mikilli virðingu, krafti og fókus. Við höfum verið ósáttir við það hvernig við komum inn í leikinn á móti Blikum um daginn þar sem við vorum að klikka á því sem við ætluðum að leggja upp með. Fókusinn hefur ekki verið góðu hingað til og við töluðum um það fyrir leik en mér fannst við allir vera læstir inn í dag. Þó að þeir hafi byrjað á skotsýningu í dag, þeir komust í 14-2, þá kom aldrei neitt hik á okkur og fókusinn var til staðar í dag.“ Eins og Finnur kom inn á þá byrjuðu Stjörnumenn mjög sterkt og þurfti hann að brenna leikhléi þegar einungis 2:22 voru liðnar af leiknum. Var það eitthvað sérstakt sem hann sagði við sína menn í leikhléinu? „Við þurftum bara aðeins að ná andanum, endurstilla okkur og halda áfram að einbeita okkur. Við töluðum um það sem þeir voru að gera á móti okkur en það eru bara svo geggjaðir leikmenn í liðinu sem héldu áfram að finna lausnir. Það var gaman að sjá stráka eins og Pablo [Bertone], Kára [Jónsson] og Callum [Lawson] sýna sitt rétta andlit og svo var þetta stórkostleg frammistaða hjá Kristófer Acox líka.“ Að lokum velti blaðamaður upp þeirri spurning hvort eitthvað væri að frétta af leikmannamálum hjá Val en það styttist í lok leikmannagluggans sem skellur aftur þann 15. nóvember. Það væri nefnilega áhugavert að sjá góðan erlendan leikmann koma sem púsl inn í þetta lið. „Já já, Svenni [Sveinn Búi Mikaelson] og Benedikt [Gröndal] komu með geggjaðar innkomur. Lögðu sitt af mörkum varnarlega og voru að ná í fráköst til dæmis, þannig að það er hægt að tala um einhverja leikmenn en ég er bara mjög ánægður með þetta lið sem ég er með núna og við leyfum einhverjum öðrum að spá í hinu.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 79-91 | Valsarar sóttu góð stig í Garðabæinn Stjarnan og Valur voru jöfn að stigum um miðja deild fyrir leik liðanna í Subway-deild karla í körfubolta í Garðabæ í kvöld. Eftir erfiða byrjun snéru Valsmenn leiknum sér í hag og unnu að lokum góðan 12 stiga sigur, 91-79. 4. nóvember 2021 19:54