„Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru viðbrögðin eftir bardaga karla og kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 09:31 Konurnar áttu aldrei möguleika í bardaganum og það er alltaf mikil slysahætta þegar styrktarmunurinn er svona mikill. Skjámynd Bardagar á milli karls og konu enduðu báðir með að konurnar töpuðu illa og það hefur kallað á heitar umræður um uppátækið. Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF. MMA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sjá meira
Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF.
MMA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sjá meira