Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-35 | Þægilegur sigur Vals fyrir norðan

Valur vann afar sannfærandi sigur á KA mönnum á Akureyri í dag. Heimamenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 26-35 þar sem gestirnir léku á alls oddi. Leikurinn var liður í fimmtu umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn hafði gengi liðanna í deildinni verið ólíkt. Valur unnið fyrstu fjóra leiki mótsins á meðan KA hafði unnið tvo leiki en síðan tapað tveimur leikjum.

Snorri Steinn: Flestir þættir sem tikkuðu í dag

„Við vorum frábærir strax frá byrjun. Björgvin var geggjaður í markinu og við gengum eiginlega bara á lagið. Við vissum að KA menn yrðu brothættir í dag þar sem þeir eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð þannig það var sterkt að byrja þetta svona vel. Menn héldu bara áfram og lögðu klárlega grunninn að þessu í fyrri hálfleik. Við hefum meira segja geta verið meira yfir í hálfleik,“ sagði Snorri Stein Guðjónsson þjálfari Vals eftir níu marka sigur á KA mönnum í KA heimilinu í dag.

Slæmt tap Alberts og félaga

Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir AZ Alkmaar þegar liðið heimsótti Groningen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Solskjær: Minn versti dagur

Manchester United hefur sjaldan séð verri daga en í dag eftir að liðið beið lægri hlut fyrir erkifjendum sínum í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Ólafur spilaði í naumu tapi gegn PSG

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier töpuðu með minnsta mun fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Real Madrid vann El Clasico

Real Madrid bar sigurorð af Barcelona í hinum sögufræga leik við Barcelona, El Clasico, í dag. Real Madrid hafði yfirhöndina allan leikinn eftir að hafa komist yfir í hálfleik og unnu að lokum sigur, 1-2.

Svíþjóð: Sveinn Aron með tvennu í sigri

Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen var í banastuði þegar að lið hans, Elfsborg, fékk Sirius í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskunni, í dag. Þá vann Hammarby ótrúlegan sigur eftir að hafa lent undir.

Antonio sökkti Tottenham

West Ham sigraði Tottenham í Lundúnaslagnum í dag. Það var Michail Antonio sem var hetja West Ham enn og aftur, en hann skoraði sigurmarkið á 72. mínútu.

Maddison hetja Leicester í sigri á Brentford

Leicester mætti í heimsókn til Brentford í dag í ensku úrvalsdeildinni. Eftir jafnan leik þá tókst Leicester að knýja fram sigur í lokin með marki frá James Maddison. Flott úrslit fyrir Leicester, sem er óðum að komast á beinu brautina í deildinni.

ÍBV áfram í Evrópubikarnum eftir frábæran sigur

Kvennalið Íþróttabandalags Vestmannaeyja gerði sér lítið fyrir og sneri einvígi sínu gegn PAOK í Þessalóníku á Grikklandi sér í vil með góðum sjö marka sigri í dag, 29-27. PAOK vann fyrri leikinn með fimm mörkum.

Magdeburg áfram taplaust eftir sigur á Kiel

Magdeburg bar sigurorð af Kiel í þýsku Bundesligunni í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 15-16, Magdeburg í hag. Leikurinn var jafn á öllum tölum en Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar í Magdeburg höfðu að lokum sigur, 27-29. 

Rangers á toppinn eftir sigur

Annað af risaliðum Skotlands, Glasgow Rangers, var í eldlínunni í dag þegar að liðið mætti St. Mirren á útivelli. Lærisveinar Steven Gerrard lentu undir strax í byrjun en náðu að kjýja fram sigur, 1-2, þrátt fyrir það.

Spretthlaupari skotinn til bana

Ekvadorinn Alex Quinonez, sem vann til verðlauna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum 2019, var skotinn til bana í borginni Guayaquil í Ekvador síðastliðið föstudagskvöld.

Verstappen á ráspól í dag

Max Verstappen átti besta tímann í tímatökunni fyrir bandaríska kappaksturinn í Formúlu 1, en keppt er í Texas. Verstappen tryggði sér ráspól, og þar með bestu upphafsstöðuna í kappakstrinum sem fer fram seint í kvöld.

Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd

Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas.

Viðræður við Fonseca vel á veg komnar

Portúgalski knattspyrnustjórinn Paulo Fonseca verður að öllum líkindum maðurinn sem fær starfið sem allir eru að tala um í fótboltaheiminum í dag hjá Newcastle United.

Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik

Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur.

Látinn taka pokann sinn eftir algjört hrun

Knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Cardiff City var rekinn úr starfi sínu í dag eftir að liðið spilaði sinn fimmta leik í röð án þess að skora mark.

Gylfi ekki með í Foot­ball Mana­ger

Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is.

Sjá næstu 50 fréttir