Sport

Dagskráin í dag - Tvíhöfði í NFL

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tom Brady í beinni í kvöld.
Tom Brady í beinni í kvöld. vísir/getty

Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag og fjölbreytt úrval íþrótta í boði.

Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers verða í eldlínunni í ameríska fótboltanum þegar þeir taka á móti Chicago Bears klukkan 20:20 á Stöð 2 Sport 2. Kemur sá leikur beint í kjölfarið af leik Tennessee Titans og Kansas City Chiefs í sömu deild.

NBA körfuboltinn verður einnig á sínum stað þar sem Brooklyn Nets fær Charlotte Hornets í heimsókn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20:00.

Einnig verður boðið upp á tvíhöfða í Subway deild kvenna í körfubolta á Stöð 2 Sport en þar fyrir utan er golf, íslenskur handbolti, spænskur körfubolti og rafíþróttir meðal dagskrárefnis í dag. 

Allar útsendingar dagsins má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.