Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 09:30 Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks EPA-EFE/ERIK S. LESSER Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira