Úrslit næturinnar í NBA: Doncic frábær í fyrsta sigri Kidd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 24. október 2021 09:30 Jason Kidd er þjálfari Dallas Mavericks EPA-EFE/ERIK S. LESSER Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í gærkvöldi. Jason Kidd vann sinn fyrsta sigur sem aðalþjálfari Dallas Mavericks þegar að liðið bar sigurorð af Toronto Raptors í Kanada í gær. Luka Doncic skoraði 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Dallas. Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar. NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Jason Kidd, sem gerði garðinn frægann sem leikmaður New Jersey Nets, Dallas Mavericks og Phoenix Suns var síðast aðalþjálfari hjá Milwaukee Bucks frá 2014-2018. Eftir að hann var látinn fara frá Bucks hafa Bucks verið eitt besta lið NBA deildarinnar svo margir hafa verið spenntir að fylgjast með Kidd hjá Dallas. Önnur úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers vann Atlanta Hawks, 101-95, þar sem Ricky Rubio skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Cleveland. Trae Young skoraði 25 stig fyrir Atlanta. Indiana Pacers unnu góðan sigur á Miami Heat, 102-91, eftir framlengingu. Indiana hefur þá leikið þrjá leiki í deildarkeppninni og hefur strax tekið þátt í tveimur framlengdum leikjum. Malcolm Brogdon skoraði 18 stig fyrir Indiana og tók 14 fráköst. Hjá Miami var hinn ungi Tyler Herro með 30 stig. Chicago Bulls völtuðu yfir Detroit Pistons, 97-82, og fara vel af stað í deildarkeppninni. Demar DeRozan skoraði 21 stig fyrir Chicago en Saddiq Bey skoraði 20 stig og tók 16 fráköst fyrir Detroit. Minnesota Timberwolves unnu lánlausa New Orleans Pelicans, 96-89. Pelicans eru enn án síns langbesta leikmanns, Zion Williamsson, en það er ekki ljóst hvenær hann snýr aftur. Karl-Anthony Towns skorði 25 stig fyrir Minnesota en Brandon Ingram skoraði 30 stig fyrir New Orleans. Milwaukee Bucks svitnuðu ekki mikið við að vinna San Antonio Spurs, 121-111. Khris Middleton skoraði 28 stig fyrir Milwaukee en Doug McDermott skoraði 25 stig fyrir San Antonio. Portland Trailblazers vann auðveldan sigur á Phoenix Suns, 134-105. C.J. McCollum skoraði 28 stig fyrir Portland en Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix. Memphis Grizzlies unnu frábæran sigur á Los Angeles Clippers í lokaleik næturinnar, 120-114. Memphis hafa unnið báða leiki sína á tímabilinu en fékk alvöru mótspyrnu frá Paul George, sem skoraði 41 stig fyrir Clippers og tók að auki 10 fráköst. Ja Morant var bestur hjá Grizzlies. Hann skoraði 28 stig og gaf 8 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira