Handbolti

Ólafur spilaði í naumu tapi gegn PSG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur Andrés í leik með Montpellier fyrr í vetur.
Ólafur Andrés í leik með Montpellier fyrr í vetur. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo

Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier töpuðu með minnsta mun fyrir PSG í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Stórstjörnum prýtt lið PSG ber höfuð og herðar yfir önnur lið frönsku deildarinnar. Lið Montpellier er þó einnig firnasterkt og úr varð hörkuleikur í dag.

PSG leiddi með tveimur mörkum í leikhléi en Montpellier náði yfirhöndinni þegar líða tók á síðari hálfleik. PSG náði engu að síður að snúa leiknum sér í hag á lokamínútu leiksins en Mikkel Hansen gerði sigurmarkið með síðasta skoti leiksins.

Lokatölur 33-34 fyrir PSG.

Ólafur komst ekki á blað í liði Montpellier en stóð vaktina í vörninni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.