Aron Kristjánsson: Við vorum með gott forskot mest allan leikinn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. október 2021 20:12 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Haukar unnu góðan sjö marka sigur á Gróttu í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Haukar höfðu góða forystu bróðurpart leiksins og var Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka að vonum sáttur með sigurinn. „Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“ Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
„Mér fannst við byrja leikinn af miklum krafti og ná góðu forskoti í byrjun. Mér fannst við aðeins gefa eftir í seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem við leyfðum þeim að sækja aðeins of mikið inn á okkur, miðað við hvernig við vorum búnir að vera að spila. 7 á 6 hjálpar þeim svolítið með það og við gerðum nokkra tæknifeila sem að kostuðu okkur hraðaupphlaup í bakið. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með góða stjórn á þessu. Við vorum með gott forskot mest allan leikinn og klárum þetta vel með sjö mörkum.“ Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komu sér mest í 6 marka forystu. Á 25. mínútu, í stöðunni 8-13 missa Haukar boltann þegar þeir voru í sókn. Við tók kafli þar sem spennustigið hjá þeim virtist hækka og misstu Haukar forskotið frá sér með klaufalegum mistökum og agaleysi. Hálfleikstölur voru því 14-16. „Við þurfum aðeins að róa okkur og halda okkur við þetta concept sem við erum með. Eins og við vorum búnir að vera að spila. Við lendum í því að taka aðeins of miklar áhættur í sendingum og förum aðeins að hika, gerum nokkra tæknifeila sem kosta okkur hraðaupphlaup. Svo finnst mér varnarlega að við fáum á okkur mörk sem mér finnst blanda af að eitthvað mátti markmaðurinn taka, eitthvað mátti vörnin gera betur. Þannig að þetta var svona samansafn af einhverjum atriðum sem gerði það af verkum að þeir komu inn. En það hentaði okkur vel, það var ágætis tempó í þessum leik. Síðan náðum við að klára þetta með 7 mörkum sem er bara gott. Grótta er mjög erfitt lið sem er búið að spila jafna leiki, næstum því alla leiki í vetur þannig að það er gott að klára þá svona örugglega.“ Næsti leikur er við HK og vill Aron bæta einbeitingu liðsins. „Það er þessi einbeiting, að við náum að halda henni út leikinn. Við gerðum það rosalega vel í Kýpur, við náðum að halda varnarleiknum alveg þrátt fyrir að liðin voru að spila langar sóknir. Í dag, Grótta fær höndina upp á sig mjög oft í leiknum en í fyrri hálfleik endaði það of oft með marki. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur að ná að klára þetta alveg, eftir góðan varnarleik að klára það í unnum bolta.“
Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 25-32 | Haukar sigruðu á Seltjarnarnesi Haukar unnu góðan sigur á Gróttu er liðin mættust í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 25-32. 24. október 2021 21:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti