Handbolti

Selfyssingar úr leik eftir tap í Slóveníu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik.
Úr leik. vísir/hulda margrét

Selfoss er úr leik í Evrópubikarkeppninni í handbolta eftir að hafa tapað gegn Jeruzalem Ormoz á útivelli í dag.

Þegar liðin mættust á Selfossi um síðustu helgi skildu liðin jöfn, 31-31 og því ljóst að Selfyssinga biði erfitt verkefni í Slóveníu í dag.

Þar lauk leiknum með sex marka sigri heimamanna, 28-22 og Selfoss því úr leik eftir að hafa tapað einvíginu, 59-53.

Richard Sæþór Sigurðsson og Árni Steinn Steinþórsson voru atkvæðamestir í liði Selfoss með fimm mörk hvor að því er fram kemur á handboltavefnum handbolti.is sem var með beina textalýsingu frá leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.