Körfubolti

Fjölnir vann öruggan sigur á Skallagrími

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fjölnir - Njarðvík, Bikarkeppni KKÍ vetur 21-22, körfubolti
Fjölnir - Njarðvík, Bikarkeppni KKÍ vetur 21-22, körfubolti

Fjölniskonur unnu öruggan sigur á Skallagrími í Subway deildinni í körfubolta í Dalhúsum í kvöld.

Leiknum lauk með 29 stiga sigri Grafarvogsliðsins, 87-58, en heimakonur stigu á bensíngjöfina í síðari hálfleik eftir að hafa leitt með sex stigum í leikhléi, 39-33.

Sanja Orozovic var atkvæðamest í liði Fjölnis með 24 stig en Inga Rósa Jónsdóttir var stigahæst gestanna með 16 stig.

Skallagrímur enn án stiga eftir fimm leiki en Fjölnir hefur fjögur stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.