Körfubolti

Tryggvi Snær lét til sín taka í sigri Zaragoza

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason vísir/getty

Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason stóð fyrir sínu þegar lið hans, Zaragoza, vann góðan sigur í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Zaragoza mætti Río Breogán og úr varð hörkuleikur sem lauk með fjögurra stiga sigri Zaragoza, 79-75.

Tryggvi Snær lék tæpar 22 mínútur í leiknum og skilaði níu stigum auk þess að rífa niður fimm fráköst.

Þriðji sigur Tryggva og félaga á tímabilinu og eru þeir um miðja deild eftir sjö umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×