Sport

Svíþjóð: Sveinn Aron með tvennu í sigri

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Sveinn Aron skoraði tvö
Sveinn Aron skoraði tvö Twittersíða Elfsborg

Landsliðsframherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen var í banastuði þegar að lið hans, Elfsborg, fékk Sirius í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni, Allsvenskunni, í dag. Þá vann Hammarby ótrúlegan sigur eftir að hafa lent undir.

Sveinn Aron, sem hefur verið í vandræðum með að festa sig í sessi í sínum liðum síðan hann fór fyrst út í atvinnumennsku kom Elfsborg yfir strax á 4. mínútu. Simon Strand átti þá fyrirgjöf frá vinstri á nærstöngina þar sem Sveinn skaut sér fram fyrir varnarmann og kom boltanum í netið.

Sveinn var svo aftur á ferðinni á 28. mínútu þegar hann skoraði með frábærum skalla eftir sendingu frá Jeppe Okkels. Það var svo Johan Larsson sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á 42. mínútu. Elfsborg er eftir sigurinn í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Landsliðsþjálfarar Íslands, Þeir Arnar Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hljóta að fagna þessu.

Hammarby vann ótrúlegan sigur á Ostersunds. Ostersunds komst í 0-3 snemma í leiknum en staðan í hálfleik 1-3. Svo fékk Mensiro rautt spjald hjá Ostersunds og Hammarby gekk á lagið. Skoraði þrjú mörk til viðbótar og vann leikinn 4-3. Jón Guðni Fjóluson spilaði ekki leikinn fyrir Hammarby en hann er meiddur.

Gautaborg vann svo Mjallby á útivelli, 1-3. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×