Fleiri fréttir

„Ef Arnar vill hafa mig þá er ég til í að klára þessa keppni“

Birkir Már Sævarsson, bakvörður íslenska landsliðsins, var svekktur með 4-0 tap liðsins gegn Þjóðverjum. Hann segir að það sé erfitt að spila á móti jafn sterku liði og Þjóðverjum, og að þeir refsi þér um leið og þú gleymir þér í eina millisekúndu.

„Úr­slitin segja svo sem allt“

„Úrslitin segja svo sem allt. Þeir eru góðir en það er fullmikill skellur að fá svona mörg mörk í andlitið,“ sagði Albert Guðmundsson, framherji Íslands í kvöld, að loknu 4-0 tapi Íslands gegn Þýskalandi í undankeppni HM.

Hannes Þór hættur í landsliðinu

Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik.

Heimsmeistaramótið verði haldið í Laugardalshöll

Vefmiðillinn Dot Esports færði okkur þær fréttir á dögunum að þeirra heimildarmenn fullyrði að heimsmeistaramótið í League of Legends verði haldið á Íslandi í ár. Mótið verður haldið frá 5. oktober og miðillinn segir að það muni fara fram í Laugardalshöll.

Diljá og Häcken í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Fimm Íslendingar freistuðu þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Diljá Zomers og félagar hennar í Häcken slógu Vålerenga með Amöndu Andradóttir og Ingibjörgu Sigurðardóttir innanborðs úr leik með 3-2 sigri eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1.

Dramatískt jafntefli í Íslendingaslag

Þýska úrvalsdeildin í handbolta hófst í dag með fimm leikjum og það voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo gerðu 26-26 jafntefli gegn Íslendingaliði Melsungen. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fimm mörk.

Aron skoraði þrjú í stórsigri

Aron Pálmarsson og félagar hans í Aalborg unnu í dag átta marka sigur þegar að Ringsted kíkti í heimsókn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 38-30 og Aron skoraði þrjú mörk fyrir heimamenn.

Sigvaldi og félagar með stórsigur

Sigvaldi Guðjónsson og félagar hans í Vive Kielce unnu í dag stórsigur gegn Gwardia Opole í pólsku deildinni í handbolta. Lokatölur 40-24, og Kielce hefur nú unnið báða leiki sína í byrjun tímabils.

Leigði einka­flug­vél til að komast aftur til Liver­pool

Naby Keïta, miðvallarleikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er kominn aftur til Englands eftir að hafa setið fastur í heimalandi sínu Gíneu eftir að valdarán átti sér stað í landinu. Hann leigði sjálfur einkaflugvél til að komast til baka.

Trump lýsir endurkomu Holyfields í hringinn

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, bregður sér í nýtt hlutverk um helgina þegar hann lýsir hnefaleikabardögum í Flórída ásamt syni sínum og nafna.

Corrina Schumacher: Sakna Michaels á hverjum degi

Eiginkona Michaels Schumacher, Corrina, segist sakna hans á hverjum degi. Ökuþórinn fyrrverandi hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrir átta árum.

Króatinn Koljanin í KR

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Dani Koljanin hefur samið við KR og mun leika með liðinu í efstu deild karla í vetur. Hann er engin smásmíð og lék síðast í efstu deild í Austurríki.

Skelfingar lands­leikja­hlé Totten­ham

Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fullmanna leikmannahóp Tottenham Hotspur gegn Crystal Palace er enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik eftir landsleikjahlé um næstu helgi.

Bræður börðust hlið við hlið | Myndir

Þeir Kristian Nökkvi Hlynsson og Ágúst Eðvald Hlynsson léku báðir í gær er U-21 árs landslið Íslands gerði 1-1 jafntefli við Grikkland í undankeppni EM 2023.

Herra Áreiðanlegur og ferskur Vindur heiðraðir í Dalnum í dag

Tveir af allra dyggustu þjónum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi verða heiðraðir á Laugardalsvelli í kvöld fyrir að ná að spila 100 A-landsleiki. Þeir gætu báðir bætt leikjamet Rúnars Kristinssonar áður en árið er á enda.

Undankeppni HM - Danir og Norðmenn skoruðu fimm

Undankeppni Evrópu fyrir HM 2022 í Katar hélt áfram í kvöld en leikið var í fimm riðlum. Flestar Norðurlandaþjóðirnar voru í miklu stuði en Danir, Norðmenn og Færeyingar skiluðu öll þremur stigum í hús. 

Fögnuði Eyjamanna frestað

Tvö mörk í síðari hálfleik hjá Michael Bakare frestuðu fögnuði Eyjamanna um nokkra daga hið minnsta.

Auðvelt hjá Portúgal í Aserbaijan

Portúgal vann rétt í þessu þægilegan 0-3 sigur á Aserum í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í Katar í nóvember á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir