Sport

Trump lýsir endurkomu Holyfields í hringinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Donald Trump og Evander Holyfield fyrir nokkuð mörgum árum. Þarna var Trump ekki forseti og bæði eyru Holyfields ekki íbitin.
Donald Trump og Evander Holyfield fyrir nokkuð mörgum árum. Þarna var Trump ekki forseti og bæði eyru Holyfields ekki íbitin. getty/Jeffrey Asher

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, bregður sér í nýtt hlutverk um helgina þegar hann lýsir hnefaleikabardögum í Flórída ásamt syni sínum og nafna.

Fjórir bardagar eru á dagskránni en sá stærsti er eflaust viðureign Vitors Belfort og Evanders Holyfield. Þetta er fyrsti bardagi hins 58 ára Holyfields í áratug. Hann hljóp í skarðið fyrir Oscar De La Hoya sem átti að keppa við Belfort en þurfti að draga sig úr keppni eftir að hann greindist með kórónuveiruna.

Þá mætast gömlu UFC-stjörnurnar Anderson Silva og Tito Ortiz og breski hnefaleikakappinn snýr David Haye snýr aftur í hringinn þegar hann mætir Joe Fournier.

Trump kveðst spenntur fyrir bardagakvöldinu. „Ég elska frábæra bardagakappa og frábæra bardaga. Ég hlakka til að horfa á bardagana og deila skoðunum mínum með áhorfendum. Þú vilt ekki missa af þessum viðburði,“ sagði forsetinn fyrrverandi.

Trump er ekki ókunnur hnefaleikum en hann hélt fjöldan allan af bardögum í spilavítum sínum í Atlantic City í New Jersey á 9. og 10. áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×