Sport

Mikael vann fyrsta bardagann sinn á heimsbikarmótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael fagnar eftir bardaga sinn í dag.
Mikael fagnar eftir bardaga sinn í dag. mynd/ásgeir marteinsson

Mikael Leó Aclipen vann sinn fyrsta bardaga á heimsbikarmóti áhugamanna í MMA í Prag í Tékklandi.

Mikael, sem er átján ára, sigraði Vadym Kornelishyn frá Úkraínu í dag. Mikael keppir í bantamvigt, -61 kg flokki.

Mikael vann á dómaraákvörðun og er kominn í átta manna úrslit þar sem hann mætir Marek Zachar frá Slóvakíu. Fjallað er um bardagann á mmafréttir.is og upptöku af honum má sjá hér fyrir neðan.

Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Mikael í Sportpakkanum á Stöð 2 á laugardaginn. Þar kvaðst hann spenntur að reyna sig á heimsbikarmótinu.

„Ég er bara spenntur og forvitinn að sjá hvernig þetta verður, hvar ég stend miðað við alla bestu í heiminum. Það er gaman að geta loksins keppt venjulega, ég þarf ekki að gera það ólöglega með einhverjum steiktum reglum,“ sagði Mikael sem lýsti því yfir að hann ætlaði sér að vinna gull á heimsbikarmótinu.

Aron Franz Bergmann keppti einnig í dag en laut í lægra haldi fyrir Fabian Ufs frá Noregi í fjaðurvigt, 66 kg flokki.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×