Körfubolti

Króatinn Koljanin í KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Króatinn Dani Koljanin er mættur á Meistaravelli.
Króatinn Dani Koljanin er mættur á Meistaravelli. KR.is

Króatíski körfuknattleiksmaðurinn Dani Koljanin hefur samið við KR og mun leika með liðinu í efstu deild karla í vetur. Hann er engin smásmíð og lék síðast í efstu deild í Austurríki.

KR-ingar mæta með mikið breytt lið til leiks í vetur. Darri Freyr Atlason er hættur þjálfun liðsins. Í hans stað munu þeir Helgi Már Magnússon og Jakob Sigurðarson stýra liðinu en þeir léku með því á síðustu leiktíð.

Matthías Orri, bróðir Jakobs, er að íhuga hvað skal gera í vetur en ekki er víst hvort hann verði með liðinu. Þá hefur Ty Sabin ásamt öðrum erlendum leikmönnum liðsins horfið á braut.

KR hefur ákveðið að fylla í allavega eitt skarð í leikmannahópi liðsins með hinum 25 ára gamla Dani Koljanin, rúmlega tveggja metra háum Króata sem lék með Traiskirchen Lion í efstu deild Austurríkis á síðustu leiktíð.

KR hóf tímabilið á slæmu tapi í Garðabænum gegn Stjörnunni í VÍS-bikarnum, lokatölur 113-92.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.